Skráning í Eldslóðina hafin

Skráning í Eldslóðina hafin

Eldslóðin er utanvegahlaup í fallegri og stórbrotinni náttúru Íslands við borgarmörkin. Hlaupið er frá Vífilsstaðavatni inn að Búrfellsgjá, þar upp að Helgafelli og aftur til baka að Vífilsstöðum.

Keppnisbrautin er hugsuð þannig að brautin sé áskorun fyrir lengra komna en um leið falleg og auðfarin, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru utanvegahlaupunum. Um þrjár mismunandi brautir er að ræða og eru þær hannaðar til að bæði byrjendur og lengra komnir geti átt frábæran hlaupadag saman í Heiðmörkinni.

Hægt er að hlaupa 5 km, 9 km og 28 km. Einnig er boðið upp á liðakeppni þar sem fjórir keppendur hlaupa 28 km hringinn og gildir samanlagður tími þeirra í liðakeppninni en tími þessara keppenda er einnig skráður sem einstaklingstími.

Allar nánari upplýsingar:
vikingamot.is
https://www.facebook.com/eldslodin

Fyrir þá sem vilja huga snemma að undirbúningnum má finna hina ýmsu NOW bætiefnapakka hér:

NÝLEGT