Skref fyrir skref: Ofureinföld, sykurlaus eplabaka með kanil og kókos

Skref fyrir skref: Ofureinföld, sykurlaus eplabaka með kanil og kókos

Skref 1: Ofn settur á 180 gráður og blástur. 

Skref 2: Fjögur græn epli skoluð, toppurinn og botninn skorinn af, þau skorin smátt og síðan sett í form.

7583926800_IMG_3506

7583926800_IMG_3513

Skref 3: Dass af kanil, 2-3 msk af stevíu strásætu og vanilludropum dreift yfir eplin og hrært aðeins saman.

7583926800_IMG_3518

7583926800_IMG_3523

Skref 4: Í stóra skál fara 3 dl tröllahafrar og 2 dl kókosmjöl frá Himneskri Hollustu, 1/2 dl stevíu strásæta frá Good Good Brand, tæplega 1/2 dl kanill, sirka 100 gr mjúkt smjör og smá bleikt himalaya salt. Blandað saman með hreinum höndum.

7583926800_IMG_3527

7583926800_IMG_3536

7583926800_IMG_3528

7583926800_IMG_3535-1-

Skref 5: Blandan úr skálinni sett ofaná eplin í forminu. Bakað í ofninum í sirka 45 mínútur eða þar til eplin eru orðin mjúk og blandan dökkbrún.

7583926800_IMG_3541

7583926800_IMG_3539

7583926800_IMG_3545

Skref 5: Bakan tekin úr ofninum og borin fram sem fyrst, svo dásamlegt þegar hún er heit eða volg með rjóma eða ís. Þú getur líka leyft henni að kólna orlítið og búið til sykurlausa súkkulaðisósu á meðan.

Sykurlaus súkkulaðisósa: 1 dl kókosolía frá Himneskri Hollustu, 1/2 dl hreint hlynsíróp, 1/2 dl sykurlaus möndlumjólk frá IsolaBio (ljósblá ferna), 1-2 tsk vanilludropar og smá himalaya salt. Allt sett í pott og leyft að malla aðeins. Síðan sett inní ísskáp og leyft að þykkjast aðeins.

7583926800_IMG_3550

Ef þú ákveður að prufa þessa segi ég bara verði þér innilega að góðu! Ef þú hefur áhuga á að fylgjast meira með mér þá er ég mikið að setja heilsumiðað efni á Instagram: @indianajohanns

Indíana Nanna

NÝLEGT