Skref Naglans í átt að hollari lífsstíl

Skref Naglans í átt að hollari lífsstíl

Hver sem ástæðan er, fyrir að vilja skipta út hefðbundnum hráefnum á borð við smjör, sykur, egg og hveiti í bakstri, þá er hér gagnabanki af allskyns hollari staðgenglum.

Í staðinn fyrir hveiti:

 • Bókhveitimjöl
 • Kókoshnetuhveiti
 • Svartar og hvítar baunir

1 bolli hveiti = 1 bolli heilhveiti eða spelt
1 bolli hveiti= ½ – ¾ bolli Kókoshnetuhveiti + 1 egg.

Bæði þessi hveiti draga í sig mikinn vökva. Hnetuhveiti gerir baksturinn þykkari, því þarf stundum að auka við vökva í bakstrinum.

1 bolli hveiti= 1 bolli bókhveitimjöl. Þessi hveiti eru líkari venjulegu hveiti í áferð og hægt að nota í sama magni.
1 bolli hveiti= 1 bolli maukaðar baunir (vökvanum hellt af). Bæta við trefjum og gera baksturinn mýkri án þess að hrófla við bragðgæðum. Þú finnur ekki baunabragð, ég sver.

Í staðinn fyrir smjör:

 • Kókosolía
 • Stappaður banani
 • Avocado
 • Grísk jógúrt

100g smjör = 100g stappað avókadó, virkar best í sama magni og smjörið í upphaflegu uppskriftinni sem þú notar, það er svipað í áferð. Betra í dökkan bakstur því deigið verður aðeins grænt.
100g smjör = 75g stappaður banani eða 50g ósætuð eplamús.
Bananar og eplamús bæta við bæði vætu og sætu í baksturinn. Prófaðu þig áfram með að minnka sykurinn á móti.
100g smjör= 100g grísk jógúrt, eykur próteinmagnið án þess að hafa áhrif á bragðið.
Smjör= t.d. Tahini, hnetusjör, möndlu- og kasjúhnetumauk, tilvalið sem álegg ofan á brauð í stað smjörs.

Í staðinn fyrir sykur:

 • Erythritol
 • Stevía
 • Eplamús
 • Banani
 • Döðlur
 • Hunang
 • Hlynsíróp

1 bolli sykur= ¾ bolli Sweet Like Sugar
1 bolli sykur= 1 bolli NOW Erythritol eða NOW xylitol

Erythritol er sætuefni úr náttúrunni, það finnst í sveppum, maís, og sojasósu.
Erythritol er líkast sykri í áferð og sætu, það er hægt að nota Erythritol í sama magni og sykurinn í upphaflegu uppskriftinni sem þú ert með.
Erythritol hefur ekki áhrif á blóðsykur og hefur 95% færri kaloríur en í sykri.

1 bolli sykur= 1 bolli ósætuð eplamús. Minnkaðu þá vökvann í upphaflegu uppskriftinni um 25%.
1 bolli sykur= 6 maukaðar döðlur, láta þær liggja í bleyti í 45 mínútur áður en þær eru maukaðar.
1 bolli sykur= ½ bolli hunang eða ¾ bolli hlynsíróp

Í staðinn fyrir egg:

1 heilt egg= 1 msk mulin NOW hörfræ + 3 msk vatn. Láta standa í 5 mínútur.
1 heilt egg= 2 eggjahvítur
1 heilt egg= 1 msk chia fræ + 125 ml vatn (láta standa í 15 mínútur).
1 heilt egg= 50g maukað silkitófú

Jurtamjólk og rjómi

Það er hægt að nota jurtamjólk á grautinn, þeytinginn, mjólkina og út á morgunkornið.
Isola ósættuð möndlumjólk er svipuð í áferð eins og rjómi, og virkar mjög vel í allskyns sósuuppskriftir í sama magni og rjómi er notaður.

Frá Isola er einnig gómsætur kókos- og rísrjómi sem hægt er að nota í ýmsa matargerð.
Frá Soyatoo er hægt að fá þeytanlegan mjólkurlausan rjóma, æðislegur á vöfflurnar eða með kökunni í kaffinu. Einnig hægt að fá rís- og sojarjóma í sprautu frá Soyatoo.

Höfundur: Ragga Nagli

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT