Search
Close this search box.
Skyldueign í þvottahúsinu

Skyldueign í þvottahúsinu

Bleikiefnaduftið frá Sonett er töfraefni sem allir þurfa að eiga. Hægt er að bæta því reglulega saman við þvottaefnið þegar hvítur þvottur er þveginn og viðhalda honum þannig hvítum og ferskum. En efnið má einnig nýta í margt annað.

Fjarlægðu bletti úr uppþvottavélinni

Settu eina fulla teskeið (u.þ.b. 10 ml/10 g) af bleikiefnadufti í uppþvottavélina til viðbótar við uppþvottavélarduftið til að fjarlægja bletti.

Fjarlægðu kaffi- og tebletti úr uppáhaldsbollanum

Settu ½ tsk. af bleikiefnadufti í bollann, síðan mjög heitt vatn og láttu bíða í klukkutíma eða svo. Skolaðu vandlega.

Hreinsaðu eldhúsvaskinn

Settu tappann í vaskinn og stráðu teskeið af bleikiefnadufti ofan í hann. Helltu mjög heitu eða sjóðandi vatni yfir. Leyfðu blöndunni að liggja í vatninu í klukkustund eða meira og vaskurinn verður eins og nýr á eftir. 

Náðu viðbrenndum leifum úr pottum og pönnum

Stráðu ½–1 tsk. í botninn á pottinum og helltu sjóðandi heitu vatni yfir. Láttu liggja yfir nótt og þá ætti að vera auðvelt að þrífa pottinn að morgni.

Hreinsaðu klósettið sérstaklega vel

Helltu heitu vatni ofan í klósettskálina. Settu u.þ.b. 1 msk. af bleikiefnadufti ofan í og láttu það um að leysa upp lit og bletti yfir nóttina.

Hreinsaðu niðurföllin

Settu 1 msk. af bleikiefnadufti ofan í niðurfallið, helltu sjóðandi vatni yfir og láttu liggja yfir nótt. Skolaðu með heitu vatni daginn eftir.

Bleikiefnaduftið frá Sonett

Fjarlægir alla oxandi bletti eins og eftir ávexti, rauðvín, te, kaffi, gras, blóð og svo framvegis.

Kemur í veg fyrir að hvítur þvottur gráni.

Lífgar upp á gulnaðan og gráleitan þvott.

Fylgdstu með Sonett hér

NÝLEGT