Smooky MarGielaa

Smooky MarGielaa

Smooky MarGielaa byrjaði að rappa mjög ungur, aðeins 11 ára gamall. Hann kemur úr mikilli tónlistarfjölskyldu og verðugt er að nefna að faðir hans er virtur tónlistarmaður í Afríku . Smooky er upprunalega frá Mali í Vestur-Afríku en ólst upp í Bronx hverfi New York, upprunastað hip hop menningar. Allt frá ungum aldri hefur Smooky spilað á hljóðfæri og sungið út frá áhrifum föður síns.

Smooky byrjaði sinn eigin tónlistarferil í gegnum GarageBand og byggði smátt og smátt upp áðdáendahóp í gegnum Facebook. Eftir nokkur ár af áhugamennsku samhliða grunnskólanámi, byrjaði hlutirnir að gerast almennilega hjá Smooky þegar hann spilaði á tónleikum með A$AP Twelvyy, meðlimi A$AP Mob . Þar kynntist hann A$AP Rocky, höfuðpaur og leiðtoga A$AP Mob sem leist vel á hann og tók hann undir sinn verndarvæng.

Eftir Cozy Tapes, Vol 2. Og lög hér og þar á YouTube og SoundCloud hefur Smooky sannað sig sem góðan tónlistarmann með einstakri rödd og frábærum melódíum. Í dag er Smooky að túra með A$AP Mob um Bandaríkin ásamt því að sinna heimavinnunni í túr-rútunni á milli tónleika. Það verður spennandi að sjá hvað Smooky mun gera í framtíðinni og hér að neðan set ég mín uppáhalds lög eftir Smooky.

 

https://www.youtube.com/watch?v=RCFbCng0ySg

https://www.youtube.com/watch?v=HEhzIVp8xgQ

https://www.youtube.com/watch?v=FNRIrgfe3_k

Bergþór Másson

NÝLEGT