Hér ætla ég að deila með ykkur lesendur góðir uppskrift að gómsætri og hollri smoothie-skál.
Innihald í smoothie-skál:
- 1-2 frosnir bananar
- 5-8 frosin jarðaber
- 1 bolli frosin bláber
- 1 meðalstór rauðrófa (eða 2 litlar rauðrófur)
- 1 msk hörfræmjöl frá NOW Foods
- Skvetta af plöntumjólk frá Isola Bio (ég nota ósæta möndlumjólk)
Aðferð:
Setjið allt hráefni í matvinnsluvél eða kröftugan blandara og blandið vel saman. Bætið plöntumjólkinni við eftir þörfum. ATH! Passið ykkur á rauðrófunni en hún smitar bleikan lit frá sér mjög auðveldlega. Skreytið með kókosmjöli og hampfræjum frá Himneskri Hollustu og ég mæli svo innilega með að skella ástaraldin og heimalöguðu kasjúhnetusmjöri út á skálina! Það er svo ekkert mál að gera smoothie-skálina að smoothie-þeyting, setjið bara meira af plöntumjólk.
Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram en ég er undir nafninu astaeats.
Prófaðir þú þessa uppskrift að smoothie-skál með rauðrófum? Ef svo er þá máttu endilega segja mér hvernig tókst til!
Þangað til næst, verið heil og sæl!
Höfundur: Asta Eats
Færslan er gerð í samstarfi við Icepharma
Vörur notaðir í þessa uppskrift