Smoothie-skál með leynihráefni

Smoothie-skál með leynihráefni

Heil og sæl! Smoothie-skálar eru daglegt brauð á mínu heimili en ég á alltaf til banana og ber í frystinum svo að ég geti skellt í eina ljúffenga skál eða gómsætan smoothie hvenær sem er. Það skemmtilegasta við að búa sér til smoothie-skálar er að ímyndunaraflið tekur öll völd og það er ekkert heilagt. Maður prófar sig bara áfram og prófar þau hráefni sem maður vill prófa. Svo er hrikalega skemmtilegt að skreyta skálarnar í lokin og ennþá skemmtilegra að borða þær! Hráefnið sem ég hef verið að prófa mig áfram með í smoothie-skálar er: rauðrófa! Já, rauðrófa! Ég er mikill aðdáandi rauðrófunnar en það eru margir sem eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir henni. Rauðrófan er meinholl og algjör ofurfæða en hún er stútfull af andoxunarefnum og trefjarík. Ég kaupi oftast forsoðnar rauðrófur í pakka en ég nota 1-2 slíkar rauðrófur í þessa skál. Mér persónulega þykir rauðrófan ljúffeng á bragðið en fyrir þá sem kannski fýla hana ekki þá mæli ég með þessari uppskrift! Maður finnur  ekkert bragð af rauðrófunni í þessari bleiku, gómsætu og hollu smoothie-skál!

Innihald

  • 1-2 frosnir bananar
  • 5-8 frosin jarðaber
  • 1 bolli frosin bláber
  • 1 meðalstór rauðrófa (eða 2 litlar rauðrófur)
  •  1 msk hörfræmjöl frá NOW Foods
  • Skvetta af plöntumjólk frá Isola Bio (ég nota ósæta möndlumjólk)

Aðferð

Setjið allt hráefni í matvinnsluvél eða kröftugan blandara og blandið vel saman. Bætið plöntumjólkinni við eftir þörfum. ATHPassið ykkur á rauðrófunni en hún smitar bleikan lit frá sér mjög auðveldlega. Skreytið með kókosmjöli og hampfræjum frá Himneskri Hollustu og ég mæli svo innilega með að skella ástaraldin og heimalöguðu kasjúhnetusmjöri út á skálina! Það er svo ekkert mál að gera smoothie-skálina að smoothie-þeyting, setjið bara meira af plöntumjólk. 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram en ég er undir nafninu astaeats.

Prófaðir þú þessa uppskrift? Ef svo er þá máttu endilega segja mér hvernig tókst til!

Þangað til næst, verið heil og sæl!

 Höfundur: Asta Eats

Færslan er gerð í samstarfi við Icepharma

Vörur notaðir í þessa uppskrift

NÝLEGT