ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Snickers jólakonfekt Ásdísar

Snickers jólakonfekt Ásdísar

Hver er ekki til í dásamlega gott snickers jólakonfekt með hollara ívafi. Við getum vel gert vel við okkur í desember án þess að sökkva okkur í hvíta sykurinn. Hér er uppskrift af dásamlegu snickers jólanammi sem gott er að eiga í ísskápnum eða frystinum yfir hátíðarnar. Aðferðin er afar einföld.

Innihald

100 g brætt dökkt súkkulaði

3 dr English Toffee stevía frá Now

1 msk hunang frá Himneskri hollustu

1 msk hnetusmjör að eigin vali t.d. Monki eða Himnesk hollusta

½ bolli saxaðar jarðhnetur

½ bolli mórber

Aðferð:

  • Setjið öll innihaldsefnin í skál og hrærið vel saman. Setjið í lítil möffins form, fyllið til helminga. Skreytið með hnetum á toppinn. Setjið í ísskáp og leyfið súkkulaðinu að stífna. Látið standa svo aðeins á borðinu og mýkjast áður en þið borðið.
  • Það er vel hægt að nota rúsínur eða trönuber í staðinn fyrir mórber.

Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu.

Jólakveðja Ásdís