Hver er ekki til í dásamlega gott snickers jólakonfekt með hollara ívafi. Við getum vel gert vel við okkur í desember án þess að sökkva okkur í hvíta sykurinn. Hér er uppskrift af dásamlegu snickers jólanammi sem gott er að eiga í ísskápnum eða frystinum yfir hátíðarnar. Aðferðin er afar einföld.
Innihald
100 g brætt dökkt súkkulaði
3 dr English Toffee stevía frá Now
1 msk hunang frá Himneskri hollustu
1 msk hnetusmjör að eigin vali t.d. Monki eða Himnesk hollusta
½ bolli saxaðar jarðhnetur
½ bolli mórber
Aðferð:
- Setjið öll innihaldsefnin í skál og hrærið vel saman. Setjið í lítil möffins form, fyllið til helminga. Skreytið með hnetum á toppinn. Setjið í ísskáp og leyfið súkkulaðinu að stífna. Látið standa svo aðeins á borðinu og mýkjast áður en þið borðið.
- Það er vel hægt að nota rúsínur eða trönuber í staðinn fyrir mórber.
Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu.
Jólakveðja Ásdís