Snickerskúlur Naglans

Snickerskúlur Naglans

Innihald:

1.5 msk gróft hnetusmjör frá Monki
1 skófla súkkulaði mysuprótín frá NOW
1 msk erythritol frá NOW
1 msk ósætað kakó frá Naturata
3 tsk agave síróp frá Himneskri Hollustu
3 msk vatn

Súkkulaðihjúpur:

100 g dökkt súkkulaði frá Naturata + hakkaðar jarðhnetur.

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman þar til myndar deig.
  2. Rúllið upp í kúlur.
  3. Bræðið súkkulaðið í örbylgju eða yfir vatnsbaði. Rúllið kúlunum upp úr súkkulaði og síðan hökkuðum jarðhnetum.
  4. Kæla dúllurnar í sirka 30 mínútur áður en tönnunum er sökkt í þennan unað.

Það tekur ekki nema 10 mínútur að vippa saman gumsinu, rúlla í dúllur og velta uppúr sjokkolaðe. Tímafrekasti og erfiðasti parturinn er að bíða í þessar 30 óendanlegu mínútur þar til þær eru klárar til átu.

Höfundur: Ragga Nagli

NÝLEGT