Getur þú lýst þinni daglegu húð og snyrtirútínu?
Ég byrja alla morgna á að þvo mér í framan með köldum þvottapoka og ber á mig Laugar Spa FACE dagkrem. Það fer eftir því hvort ég sé að fara á morgunæfingu eða ekki hvort að ég máli mig strax en ég æfi oft á morgnana og set þá bara létt litað dagkrem á mig til að fríska upp á húðina. Áður en ég mála mig ber ég Serumið frá Laugar Spa á mig sem primer en það er lífrænt, stútfullt af D-vítamínum og mjög hreint og því ótrúlega gott sem grunnur á húðina. Daglegt makeup samanstendur af léttu meiki, púðri, sólarpúðri, highlighter, lit í augabrúnirnar og maskara.
Á kvöldin hreinsa ég alltaf augnförðunina af með dropa af Laugar Spa seruminu í blauta bómull, en maskarinn og annar farði flýgur af ásamt því að serumið nærir augnhárin í leiðinni. Ég nudda síðan húðina með gel hreinsinum frá Laugar Spa og strýk yfir með heitum þvottapoka. Eftir það nota ég ávaxtasýrupúða frá Nip+Fab til að strjúka yfir T-svæðið sem þornar oft upp hjá mér en þeir hjálpa húðinni að endurnýja sig, og að lokum ber ég annaðhvort á mig Laugar Spa serum eða Burt’s Bees næturkrem (eða bæði ef ég er í stuði).
Hvaða snyrtivörur ertu alltaf með í veskinu?
Ég er bara með eina snyrtivöru með mér í veskinu alla daga og það er Burt’s Bees varasalvinn í litnum Pink Blossom en fyrir mér er hann ómissandi.
Hvaða húðvörur notar þú?
Ég nota nánast eingöngu Laugar Spa lífrænu húðvörulínuna en inn á milli leynast vörur frá Burt’s Bees.
Prófar þú reglulega nýjar snyrtivörur?
Já ég er frekar dugleg að prófa nýjar vörur en ef ég hef fundið eitthvað sem virkar fyrir mig þarf mikið til þess að ég skipti því út – en það er alltaf gaman að prófa nýja hluti og stundum dettur maður inn á eitthvað sem hentar manni enn betur.
Hverjar eru uppáhalds snyrtivörurnar þínar?
Uppáhalds snyrtivaran mín er eins og kom fram hér að ofan litaði varasalvinn frá Burt’s Bees í Pink Blossom en einnig kynntist ég draumavöru í fyrra sem ég hef ekki verið án síðan og á núna í nokkrum litum, en það er Vitalumiére lausa púðrið frá Chanel sem virkar eins og photoshop!
Áttu þér uppáhalds snyrtivörumerki?
Ég nota rosalega fjölbreytt úrval af snyrtivörumerkjum. Mín uppáhalds í húðvörum eru Laugar Spa og Burt’s Bees en í snyrtivörum er það klárlega Chanel.
Hvar verslar þú helst snyrtivörur?
Þar sem ég er bæði flugfreyja og ferðast mikið sjálf versla ég nánast allar mínar snyrtivörur erlendis og þá helst í Sephora (USA) eða Douglas (EU) en hér heima er ég dugleg að grípa með mér mínar uppáhaldsvörur í fríhöfninni.
Áttu gott ráð til að deila með lesendum H magasín?
Drekka nóg af vatni og passa vel upp á hvað við setjum á húðina okkar með því að nota eins hreinar og góðar vörur og mögulegt er.
Höfundur: Birgitta Líf
Instagram: birgittalif
Snapchat: rvkfit