Search
Close this search box.
Snyrtibuddan: Hrefna Dan

Snyrtibuddan: Hrefna Dan

Getur þú líst þinni daglegu húð- og snyrtirútínu?

Það fyrsta sem ég geri á morgnana er að skvetta framan í mig ísköldu vatni og þurrka mér svo með þurrum klút. Því næst hreinsa ég húðina með toner og set á mig rakakrem og augnkrem. Förðunarrútínan mín er mjög basic – litað dagkrem, litur í augabrúnir, maskari og varasalvi/varalitur. Ef ég er í stuði, þá set ég á mig kinnalit! Á kvöldin þríf ég andlitið með kókosolíu og vel heitum þvottapoka, því næst þríf ég húðina með hreinsifroðu og set svo á mig gott rakakrem.

17820642_10155200002688624_319811195_o

17819935_10155200002763624_1745080090_o

Hvaða snyrtivörur ertu alltaf með í veskinu?

Varasalva og augnháragel sem ég nota þó ekki á augnhárin heldur hárin á hausnum á mér, þessi litlu sem standa alltaf út um allt og láta mig líta út eins og lukkutröll! Takk fyrir tipsið Camilla Rut (camyklikk).

Hvaða húðvörur notar þú?

Ég er alls ekki föst í neinum ákveðnum merkjum þegar kemur að húðvörum, en það sem mér finnst allra best á húðina er kókosolía. Ég hef hvorki notað sturtusápu, body lotion eða svitalyktareyði í tvö ár og kókosolían leysir þetta allt af. Ég á alltaf til nokkrar krukkur af kókosolíu, hún nærir mig að innan og utan!

17820371_10155200002663624_1263396502_o

Prófar þú reglulega nýjar snyrtivörur?

Nei ég myndi ekki segja það, ég er mjög vanaföst þegar kemur að snyrtivörum. Eða reyndar er ég mjög dugleg að kaupa mér allskonar varaliti, prófa mest nýtt þegar kemur að þeim.

17474077_10155200002658624_204713051_o

Hverjar eru uppáhalds snyrtivörurnar þínar?

Varalitir og þá á ég frá hinum og þessum merkjum, varalitirnir frá Mac eru þó pínu uppáhalds sem og möttu varalitirnir frá Maybelline. Það er bara ótrúlegt hvað fallegur varalitur getur gert. 

Áttu þér uppáhalds merki?

Ég er mjög hrifin af Maybelline, aðallega vegna þess að ég elska maskarana frá þeim og möttu varalitina.

15095053_10154745748683624_2785695203133021127_n

Hvar verslar þú helst snyrtivörur?

Í apótekum og Hagkaup í Smáralind, elska vöruúrvalið þar.

Áttu gott ráð til að deila með lesendum H Magasín?

Muna að brosa og kókosolía er best á allt, nema pylsu!

17837758_10155200002768624_964851134_o

Höfundur: Hrefna Dan / H Talari

Instagram og Snapchat: hrefnadan

 

 

 

NÝLEGT