Search
Close this search box.
Snyrtivörur ársins – 2017

Snyrtivörur ársins – 2017

*Þessi færsla er ekki kostuð
Screen-Shot-2018-01-03-at-10.38.38

Vitamin E augnkrem – fæst í Body Shop
Á veturna á ég til í að vera þurr í kringum augun og hefur þetta krem verið algjör „life saver“ síðustu mánuði!

Screen-Shot-2018-01-03-at-10.38.12
Vitamin E Hydration Face Mist – fæst í Body Shop

Ég er gjörsamlega háð þessu spreyji, nota það alltaf þegar ég kemst í það, yfir farða eða á hreina húð. Gefur raka, vítamín og frískar uppá húðina.

Screen-Shot-2018-01-03-at-13.40.46
Face Tan Water – fæst hér

Áður en ég kynntist þessari vöru var ég viss um að það væri ekki hægt að vera með brúnkukrem í andlitinu án þess að vera flekkótt. En þessi snilld gefur manni svo fallegan lit og best er að hún stíflar engar húðholur í andlitinu. Ég nota Face Tan Water 2x í viku og mæli klárlega með

Screen-Shot-2018-01-03-at-10.26.00
St Tropez Express Bronzing Mousse – fæst hér
Lífið er einfaldlega betra með smá brúnku. Ég  hef prófað margar tegundir af brúnkukremi og er þessi nýleg uppáhald. Ég nota brúnku 3-4 í mánuði og það sem ég elska mest við þessa er að hún er með minni brúnkukremslykt og þarf einungis að vera á húðinni í 1-3 klukkustundir. 

Screen-Shot-2018-01-03-at-10.23.24
Organic Pure Primer – fæst hér
Þessi primer gefur húðinni mjög góðan raka og nota ég hann undir farða eða bara einn og sér yfir daginn. 

Screen-Shot-2018-01-03-at-13.56.15
Burt Bees Tinted Lip Balm í litnum Pink Blossom – fæst í öllum helstu verslunum

Ég þarf alltaf að vera með varasalva á mér og hef verið að teygja mig mest í þennan nýlega. Gefur frá sér örlitinn bleikan lit. 

Screen-Shot-2018-01-03-at-10.23.44Organic Vegan Lipstick í litnum Nude Pink – fæst hér 
Maður á aldrei nóg af nude varalitum og hefur þessi frá Inika verið í uppáhaldi uppá síðkastið.

Screen-Shot-2018-01-03-at-10.47.36
Anastasia Beverly Hills Dip Brow – fæst hér
Augabrýr eru mér mjög mikilvægar og finnst mér dip brow lang best til að móta augabrýrnar mínar. Kostirnir eru að liturinn helst vel á yfir daginn, varan endist lengi og er auðveld í notkun.

Screen-Shot-2018-01-03-at-10.22.47
Mineral Mattifying Powder – fæst hér
Vara sem fer alltaf ofan í snyrtibudduna. Nota hana undir augun og á svæðin sem ég á til að glansa yfir daginn. 

Screen-Shot-2018-01-03-at-10.28.32
Maria Nila Sheer Silver – fæst hér 
Besta sjampóið til þess að losna við gula undirtóninn í ljósa hárinu mínu. 

Screen-Shot-2018-01-03-at-10.29.00
Maria Nila Soft Argan Oil – fæst hér

Þessi olía tók við af Moroccanoil sem ég var búin að nota í mörg ár. Finnst Maria Nila olían léttari í hárið og lyktin er rugl góð!

Þetta eru þær vörur sem ég mun klárlega ekki hætta að nota á næstunni og mæli hiklaust með! En takk fyrir að lesa og ef þið viljið fylgjast með mér eitthvað frekar þá er ég rosa virk á Instagram 

www.instagram.com/hildursifhauks 
IMG_3391_1514989581804
Þangað til næst <3
-Hildur Sif Hauks

NÝLEGT