Search
Close this search box.
Sonný Lára knattspyrnukona í Nærmynd

Sonný Lára knattspyrnukona í Nærmynd

Fullt nafn

Sonný Lára Þráinsdóttir

Segðu okkur stuttlega frá því sem þú ert að gera

Vinn sem forstöðumaður í félagsmiðstöð, virkilega gefandi og skemmtilegt starf.

Staða inn á vellinum?

Markmaður.

Hjúskaparstaða?

Einhleyp

Uppáhalds matur og drykkur?

Gott Sushi og svo er kókómjólk besti drykkurinn.

Uppáhalds vefsíður?

fotbolti.net, Vísir og Pinterest.

18155669_10155951773925190_1777203898_n

Besta bíómyndin?

Erfitt að velja eina, en ég elska söngmyndir.

Hvaða þætti ert þú að horfa á núna og hvaða þáttum mælir þú með?

Ég er enn að fylgjast með Greys, Prison break sem var að snúa aftur og 13 reasons why. Mæli með Shooter!

Hvað óttast þú mest?

Myrkrið.

Ertu hjátrúarfull?

Nei get ekki sagt það.

18136769_10155951773945190_470926908_n

Hvert er draumaferðalagið?

Fara í geggjaða skíða/brettaferð með vinahópnum mínum.

Hvaða manneskju líturðu mest upp til?

Ég lít upp til foreldra minna.

Hvert er móttóið þitt?

Carpe Diem (seize the day).

20140922_BLK-IA_025_SLT

Hvar myndirðu helst vilja búa?

Nýja Sjálandi.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

Fara í vatnsrennibrautagarð og vera í góðra vina hópi.

Hvað geturðu sagt okkur um þig sem fáir vita?

Hef aldrei farið hringinn í kringum landið.

Hvaða persóna úr bíómynd myndirðu helst vilja vera og af hverju?

Mia í Lala land þá fengi ég að syngja og dansa með Ryan Gosling.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár?

Ég er svo mikið að reyna að lifa í núinu að ég vil ekki hugsa svona langt, en vonandi bara á góðum stað umkringd ástvinum og góðu fólki.

18136310_10155951773920190_847105629_n

Með hvaða félagsliðum hefur þú spilað?

Uppalin í Fjölni, spilaði með Haukum eitt tímabil og svo Breiðablik.

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik?

Eitthvað íslenskt stuðlag sem ég get sungið hátt með!

Hvað borðar þú daginn fyrir leik?

Góða kvöldmáltíð sem inniheldur oftast kjúkling.

Hvað borðar þú á leikdegi?

Góðan morgunmat, Gló í hádeginu og svo eitthvað létt fyrir leikinn.

Ertu hjátrúarfull fyrir leiki?

Ekki lengur, en ég var það einu sinni þegar ég var yngri.

Uppáhalds mót þegar þú varst í yngri flokkum og af hverju?

Pæjumótið í Eyjum ekki spurning, fór nokkur ár í röð og alltaf jafn gaman. Það var örugglega uppáhalds mótið því við urðum Pæjumótsmeistarar í fyrsta skiptið sem við fórum.

Besti mótherji sem þú hefur mætt?

Mættum Rosengård í Meistaradeildinni í fyrra, þær voru góðar.

18035506_10155951773910190_1150164956_n

Besti samherjinn?

Hef haft marga mjög góða samherja, get ekki nefnt einhverja eina.

Eftirminnilegast leikur sem þú hefur spilað?

Þeir eru nú margir leikirnir, en það eru tveir leikir sem mér dettur í hug núna og það sem gerir þá eftirminnilega er veðrið. Fyrri leikurinn á móti Rosengård haustið 2016 þar sem það var stormur úti, mígandi rigning allan leikinn og ég skil eiginlega ekki enn í dag hvernig stóð á því að leikurinn hafi farið fram þennan dag. Einnig á móti ÍA fyrir nokkrum árum, það var álíka vont veður og völlurinn var bara einn stór pollur, það var ekki hægt að senda boltann niðri með grasinu og þegar maður skutlaði sér í markinu þá lenti maður í polli, en við unnum 1-0 og tryggðum okkur í umspil svo það gerði þann leik eftirminnilegan og skemmtilegan.

18197288_10155951773995190_1608036238_n

Hvernig lítur hefðbundin æfingavika út hjá þér núna?

Lyftingar og styrkur 2x í viku, fjórar fótboltaæfingar og einn leikur. Þetta er svona hefðbundin vika.

Stundar þú einhverja aðra hreyfingu en fótbolta?

Nei ekki beint, en ég hef mjög gaman að því að leika mér í öðrum íþróttum, sérstaklega körfubolta, strandblaki og tennis.

11425504_10154235402675190_5306217727458823819_n

Tekur þú einhver bætiefni, ef svo er hvaða bætiefni tekur þú og afhverju?

Ég tek lýsi á morgnana, amino energy eða amino-ið frá NOW fyrir æfingar og svo tek ég prótein eftir æfingar.

Hvað finnst þér skemmtilegast við að spila fótbolta?

Félagsskapurinn.

Höfundur: Sonný Lára / H Talari

NÝLEGT