Speedo fagnar 60 árum á Íslandi

Speedo fagnar 60 árum á Íslandi

Speedo kom til Íslands árið 1963 þegar Torfi Tómasson flutti vörumerkið fyrst inn en merkið var upphaflega stofnað í Ástralíu árið 1928. Icepharma tók við umboðinu árið 2014 og hefur því verið stýrt undir dyggri stjórn Daggar Ívarsdóttur, vörumerkjastjóra. Í gær var 60 ára sögu Speedo fagnað í Sundhöll Hafnarfjarðar.

Speedo hefur lagt áherslu á að bjóða öllum sem iðka sund gæða vöru sem hentar hverjum og einum. Allt frá vöru fyrir ólympíufara, æfingafatnað fyrir sundiðkendur, almenna iðkendur og börn, með það að markmiði að allri fái sem mest út úr sundiðkun sinni.

Speedo var fyrsta merkið til þess að nota nylon í sínar vörur, að nota klórþolið efni og vaxtamótandi sundboli. 

Ísland er eitt af fáum löndun í heiminum sem býr að jafn mörgum sundlaugum og náttúrulaugum sem er án efa sérstaða okkar. 

Glæsilegar fyrirsætur sýndu Speedo boli sem hafa verið vinsælir í gegnum árin sem og nýjustu straumana sem væntanlegir eru með hækkandi sólu á næsta ári.

Sundhöll Hafnarfjarðar var öll hin glæsilegasta og klædd í Speedo búning. Hér má sjá D.J Dóru Júlíu sem hélt fjörinu gangandi.

Gestir svöluðu þorstanum með TÖST.

Glæsilegar veitingar voru á boðstólnum.

NÝLEGT