Spelt skonsur á 25 mínútum

Spelt skonsur á 25 mínútum

lt;h3>Innihald fyrir fjórar stórar skonsur:

2 og 1/2 bolli spelt hveiti frá Himneskri Hollustu
1 bolli múslí
3 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
100 gr mjúkt smjör (í bitum)
1 bolli AB mjólk 

Aðferð: Setjið ofninn á 250°C. Hrærið saman öllum þurrefnunum í skál. Bætið smjörinu og AB mjólkinni saman við þurrefnin og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Mótið fjórar stórar bollur í höndunum og setjið á bökunarpappír á bökunarplötu. Bakið skonsurnar í 15 mínútur. Berið fram með smjöri, osti og sultu til dæmis. 

SpeltSkonsur

Uppskriftin er frá Green Kitchen Stories en vefsíðan þeirra er virkilega falleg. Þar er að finna gríðarlega stórt og fjölbreytt safn af girnilegum uppskriftum. Við hvetjum ykkur til að skoða!

Höfundur: H Talari

NÝLEGT