Spirulina skál + krefjandi verkefni

Spirulina skál + krefjandi verkefni

Spirulina skál er frábær uppskrift sem mig langar að deila með ykkur, þar sem hún hefur einstakt hollustugildi.

Innihald – spirulina skál

  • 1 frosinn banani (ég afhýði þroskaða banana, sker í bita og geymi í poka í frystinum).
  • Lúka frosin ber, ég notaði bláber og jarðaber.
  • 1 msk hnetusmjör frá Himneskri Hollustu eða Monki (ég á báðar gerðir og svissa á milli).
  • 1-2 tsk spirulina duft frá NOW.
  • Góð skvetta af ósætri möndlumjólk frá Isola Bio (í bláu fernunum), magnið fer eftir því hversu þykk blandan á að vera en líka hversu góðan blandara þú átt en ég get ekki státað mig mikið af þeim sem ég á núna þannig ég þarf alltaf að setja vel af vökva með.
  • Nokkrir klakar.

Aðferð – spirulina skál

Allt sett í blandara, hellt í skál og toppað með súkkulaði granóla en þú getur sett t.d. kókosmjöl, niðurskorna ávexti/frosna ávexti eða hafra. Síðan væri líka hægt að blanda chia-fræjum saman við og leyfa blöndunni að standa í 10 mínútur og þá ertu komin/n með dýrindis chia-graut.

Eftir að ég var búin að gæða mér á þessari dýrindis kvöldmáltíð brunaði ég út á Granda í Ljósmyndaskólann og hitti Berglaugu vinkonu mína en við erum að vinna smá verkefni saman. Það verður gaman að segja frá því seinna en ég hef bókstaflega aldrei farið jafn langt út fyrir þægindarammann.

Þar til næst!

Indíana Nanna Jóhannsdóttir

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT