Höfundur: Dísa Dungal


Ef þú ert hrifin/n af grænum söfum þá er þessi eitthvað fyrir þig!
Meltingarvegurinn og virkni hans er undirstaðan að góðri heilsu. Það besta sem þú getur gert fyrir meltingarveginn þinn er að huga vel að því hvernig þú kemur honum af stað eftir nóttina. Þegar meltingarvegurinn er í hvíld skiptir gríðarlega miklu máli að fara varlega að honum því allt sem þú kemur til með að innbyrða mun hafa áhrif hvort sem við finnum fyrir því eða ekki.
Ert þú dugleg/ur að drekka vatn?
Vatn er þinn besti vinur og það er engin furða að við erum alltaf að minna okkur á að drekka meira af vatni. Góð vökvun heldur meltingarflórunni þinni gangandi sem er einn helsti lykilþáttur í að halda líkamanum hraustum. Þess vegna mæla læknar og vísindamenn með því að hefja daginn á því að drekka vel á morgnana til þess að aðstoða meltingar og sogæðakerfið að bæta skilvirkni sína yfir daginn.
En afhverju sellerí og spirulina?
Sellerí og spirulina er frábær leið til að hefja morguninn á safaríkan og bragðgóðan máta.
Spirulina inniheldur auðmeltanlegar amínósýrur og ensím sem stuðla að heilbrigðum meltingarvegi ásamt því að vera rík af vítamínum og og andoxunarefnum.
Sellerí, rétt eins og annað vökvamikið grænmeti, er einnig ríkt af trefjum sem ferðast óbrotnar gegnum meltingarveginn og aðstoða við að losa um tregður.
Uppskriftina setur þú í blandara, einfalt og fljótlegt.
Uppskrift:
- 5-6 Sellerí stiklar
- 1-2 tsk. spirulína
- Safi úr ferskri sítrónu
- ½ banani
- Isola Rice Coconut drink í grunninn
- 2-3 Coconut stevia dropar
Blanda vel saman og njóta!
Munum svo að vera dugleg að drekka vatn út allan daginn.
Heimildir
- Popkin, B. M., D’Anci, K. E., & Rosenberg, I. H. (2010). Water, hydration, and health. Nutrition reviews, 68(8), 439–458. https://doi.org/10.1111/j.1753-4887.2010.00304.x
- Kooti, W., & Daraei, N. (2017). A Review of the Antioxidant Activity of Celery ( Apium graveolens L). Journal of evidence-based complementary & alternative medicine, 22(4), 1029–1034. https://doi.org/10.1177/2156587217717415
- Kolarovic, J., Popovic, M., Mikov, M., Mitic, R., & Gvozdenovic, L. (2009). Protective effects of celery juice in treatments with Doxorubicin. Molecules (Basel, Switzerland), 14(4), 1627–1638. https://doi.org/10.3390/molecules14041627
- Wu, Q., Liu, L., Miron, A., Klímová, B., Wan, D., & Kuča, K. (2016). The antioxidant, immunomodulatory, and anti-inflammatory activities of Spirulina: an overview. Archives of toxicology, 90(8), 1817–1840. https://doi.org/10.1007/s00204-016-1744-5