Sportlínan frá NOW – hágæða fæðubótarefni

Sportlínan frá NOW – hágæða fæðubótarefni

Þeir sem til þekkja vita að bætiefnafyrirtækið NOW leggur gríðarlega mikið uppúr gæðum í öllu sínu framleiðsluferli, sportvörulína þeirra er þar engin undantekning enda hágæða fæðubótarefni. Þeir gera fjöldan allan af rannsóknum á sínum eigin bætiefnum og fjárfesta gríðarlega mikið í vísindabúnaði og starfsfólki til þess að geta framkvæmt eigin prófanir í sínum húsakynnum. Til að auka trúverðugleika sinn ennfrekar starfar NOW með virtum utanaðkomandi fyrirtækjum til þess að hljóta gæðastimpla til að ekkert fari á milli mála.

Að vera íþróttamaður í viðurkenndri íþrótt krefst mikillar ábyrgðar. Þeir sem stunda íþróttir undir merkjum ÍSÍ þurfa að standast lyfjapróf og fara eftir þeim reglum sem Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin, WADA, setur. Íþróttafólkið ber 100% ábyrgð á öllu því sem finnst í sýni þeirra. Þetta getur verið flókið, því sá möguleiki er fyrir hendi að íþróttamaðurinn taki ólögleg efni án sinnar vitundar og falli því á lyfjaprófi. Þetta getur gerst ef fæðubótaefni sem íþróttamaður tekur er mengað eða óhreint því það inniheldur ólögleg snefilefni úr fyrri framleiðslulotu sem framleidd var í sömu vél. Slík efni koma ekki fram í innihaldslýsingu tiltekinnar vöru og getur gerst hjá framleiðendum þar sem gæðaeftirlit í framleiðslunni er ábótavant og vélar eru ekki hreinsaðar nægjanlega vel.

Þetta þarf sérstaklega að hafa í huga þegar bætiefni eru valin. Þau eru oft framleidd í verksmiðjum með litlu eftirliti og getur því raunverulegt innihald stangast á við innihaldslýsingu. Bætiefna framleiðendur reyna með mismunandi hætti að auka trúverðugleika sinn. Til eru ýmis fyrirtæki og samtök sem votta framleiðsluferli til að tryggja gæði innihaldsins. LGC er dæmi um slíkt fyrirtæki og er eitt það allra virtasta sinnar tegundar sem sérhæfir sig í rannsóknarvinnu m.a. á matvælum og bætiefnum. Þau gefa bætiefnafyrirtækjum tvo stimpla, “Informed Choice” og “Informed Sports”, standist þau stranga gæða staðla um hreinleika og að vörur innihaldi engin efni á bannlista WADA.

Til þess að hljóta Informed “Sports” stimpilinn þarf hver og einn framleiðsluskammtur (lotunúmer) tiltekinnar vöru að standast gæðakröfurnar. “Informed Choice” er með sömu gæðakröfur, en til að hljóta þann stimpil þarf varan að standast fjögur handahófskennd próf þar sem hún er tekin úr hillu í verslun. Þessar ýtarlegu prófanir gera það nánast ómögulegt fyrir vörur með báða stimplana að innihalda eitthvað sem ekki á að vera þar.

Öll starfsemi NOW miðar að því að viðhalda gæðum í framleiðsluferlinu. Þeir gera fjöldan allan af rannsóknum á sínum eigin bætiefnum og fjárfesta gríðarlega mikið í vísindabúnaði og starfsfólki til þess að geta framkvæmt eigin prófanir í sínum húsakynnum. Til að auka trúverðugleika sinn enn frekar starfar NOW með virtum utanaðkomandi fyrirtækjum eins og LGC svo ekkert fari á milli mála. Veldu vörur merktar “Informed Choice” og “Informed Sports” og þú veist hvað þú færð.

Sportlínan frá NOW er breið og getur atvinnumaður sem og áhugamaður fundið eitthvað sem hentar. Hér ætla ég að taka saman nokkrar af mínum uppáhaldsvörum úr sportlínu NOW.

Creatine

Kreatín er eitt mest rannsakaða bætiefnið á markaðnum og reynslan sýnir að það virkar. Inntaka kreatíns eykur framleiðslu líkamans á ATP en það er gjarnan kallað orkuefni líkamans því það geymir í sér mikla orku. Mikið af íþróttafólki notar kreatín vegna þess að það eykur styrk, afköst og vöðvamassa.

Nánar í H Verslun

ZMA

ZMA er blanda af sínki, magnesíum og B6 vítamíni en það eru allt efni sem líkaminn þarf á að halda eftir átök. Blandan hentar því vel í endurheimtina. Zinc stuðlar að eðlilegu magni testósteróns í blóðinu og virkni ónæmiskerfisins, magnesíum er nauðsynlegt fyrir eðlilega vöðvastarfsemi og prótínmyndun og B6 vítamín stuðlar að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum. 

Nánar í H Verslun

Amino Power

Ég hef ekki verið hrifinn af svokölluðm “pre workout” drykkjum í gegnum tíðina en Amino Power er enginn venjulegur orkudrykkur. Hægt er að segja að hann sé hreinn því hann inniheldur engin óæskileg aukaefni, sættur með stevíu og xylitoli og litaður með rauðrófudufti. Drykkurinn inniheldur mátulegt magn af koffeini, 50mg í hverjum skammti, sem eykur orku og einbeitingu, BCAA amínósýrur sem hraða endurheimt og auka vöðvavöxt, beta-alanine og carnitine til að draga úr þreytu og arganine til að auka blóðflæði.

Nánar í H Verslun

MCT olía

Dagur sem byrjar á kaffi með MCT olíu og rjóma getur ekki klikkað. MCT eru fitusýrur og taldar góðar til  þyngdarstjórnunar, þær meltast hraðar en venjulegar fitusýrur og gefa því skjótfengna orku. Að innbirða MCT fitusýrur hvetur líkaman til þess að nota fitu sem orku fremur en kolvetni og því benda ýmsar rannsóknir til þess að MCT olía sé góð til að viðhalda eðlilegri þyngd. MCT olían frá NOW er unnin úr óerfðabreyttri kókos- og pálmaolíu. 

Nánar í H Verslun

Rauðrófuduft

Rauðrófur eru frábærar fyrir erfiðar æfingar og leiki því þær eru taldar auka blóðflæði og úthald. Rauðrófuduftið frá NOW er alveg hreint og inniheldur aðeins eitt innihaldsefni, rauðrófuduft unnið úr óerfðabreyttum rauðrófum. Hver skammtur, 9.5g, inniheldur því sem nemur 2.5 heilum rauðrófum. Rauðrófuduft er auðveld leið til þess að auka inntöku á þessari öflugu rót. Ástæðan fyrir því að ég tek NOW bætiefni er að öll starfsemi þeirra miðar að 100% gæðum án undantekninga. Því geta þeir sem taka NOW verið vissir um að það sem stendur í innihaldslýsingunni er raunverulega í vörunni en það er því miður ekki nógu algengt í þessum atvinnugeira.

Nánar í H Verslun

BCAA Big 6

BCAA big 6 er frábær blanda sem hjálpar íþróttafólki að komast í gegnum og jafna sig eftir erfiðar æfingar. Blandan inniheldur BCAA amínósýrur sem hraða endurheimt og auka vöðvavöxt, amínósýrurnar L-Citrulline, til þess að auka úthald og draga úr þreytu, og L-Glutamine, til að hraða endurheimt vöðva. Einnig inniheldur blanan efnin Taurine, sem talið er auka orku og árvekni, og TMG, til þess að halda vökvajafnvægi í líkamanum. Eins og Amino Power er BCAA big 6 hreinn drykkur án allra óæskilegra aukaefna, sættur með stevíu og litaður með rauðrófum. BCAA big 6 er koffínlaus blanda og hentar því einstaklega vel fyrir eða eftir æfingar seinnipart dags eða jafnvel eftir kvöldmat.

Nánar í H Verslun

Höfundur: Arnór Sveinn

NÝLEGT