Search
Close this search box.
Stökkar orkukúlur með hnetusmjöri og chia

Stökkar orkukúlur með hnetusmjöri og chia

Fyrir þessa uppskrift þá mæli ég með að nota matvinnsluvél. Ég hef ekki prófað að nota blandara í þessa uppskrift en þið getið prófað að nota blandara ef þið eigið ekki matvinnsluvél. Persónulega finnst mér matvinnsluvélin betri í svona uppskriftir þar sem hráefnið þarf að blandast vel saman og enda sem límkennt deig svo hægt sé að rúlla því upp í kúlur og finnst mér matvinnsluvélin tilvalin í slíkt verk!

_MG_6741

Innihald

  • 2 dl af heilkorna kornflex frá Himneskri Hollustu
  • 15-20 döðlur frá Himneskri Hollustu
  • 2 vænar msk af hnetusmjörinu með chia frá Himneskri Hollustu
  • 1 msk hlynsíróp frá Naturata (má sleppa)

Aðferð:  

Byrjið á því að setja döðlurnar í heitt bleyti í um það bil 5 mínútur, þ.e.a.s. hitið vatn, leggið döðlurnar í stóra skál og hellið heita vatninu yfir döðlurnar en þetta mýkir þær. Ekki nota heitt kranavatn! Hellið vatninu frá döðlunum í vaskinn þegar 5 mínútur eru liðnar og setjið döðlurnar ásamt hnetusmjörinu og hlynsírópinu í matvinnsluvél og blandið saman þar til þið fáið límkennt deig. Ef deigið verður of þurrt getið þið bætt við nokkrum dropum af heitu vatni og hrært áfram. 

Næst skal bæta kornflexinu við deigið ykkar og blandið aftur þar til kornflexið hefur blandast vel í deigið. Rúllið svo upp í kúlur og njótið!

Geymið kúlurnar í nestisboxi eða glerkrukku og inn í kæli í allt að viku eða jafnvel í frystinum ef þið viljið.

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Höfundur: Asta Eats

 

 

 

 

 

NÝLEGT