Einstök sumargleði MUNA og Jönu

Einstök sumargleði MUNA og Jönu

Vörumerkið MUNA stóð fyrir glæsilegum viðburði í gær ásamt Kristjönu Steingrímsdóttur eða Jönu eins og hún er kölluð í Salt Eldhús þar sem hún fræddi gesti um góða næringu og gaf góðar hugmyndir þegar kemur að hollri eldamennsku. Jana er menntaður viðskiptafræðingur en ástríða hennar liggur í að elda hollan og góðan mat, og þá aðallega litskrúðug salöt og góðar dressingar. Jana hefur unnið sem heilsukokkur í um 13 ár. Hægt er að fylgjast með Jönu á nýju heimasíðunni hennar www.jana.is

Meðfylgjandi rétti elduðu gestir kvöldins með aðstoð Jönu;

Smoothie sem auðveldar meltinguna

Safi úr 1 bleiku greipaldin

1 lime safi

1 agúrka

Búnt af kóríander og myntu

1 bolli frosin ananas

2-3 döðlur eða 3-4 dropar af stevíu (farið varlega þar sem það gefur ofur sætt bragð)

1/2-1 tsk kanill

1 bolli ísmolar

Camilla Rut og Kristín Ruth.

Aðferð: Allt sett í góðan blandara. Einnig er hægt að nota töfrasprota.

Ananas inniheldur meðal annars ensím, sem kallast bromelain, og hjálpar til við meltingu próteins í fæðunni. Ananas kemur í veg fyrir uppþembu, meltingartruflanir og óþægindi í maga og veitir líkamanum trefjar sem hjálpa til við að hreinsa ristilinn. Greip ávöxturinn er hlaðinn C-vítamíni og bioflavonoids sem styrkja ónæmiskerfið, geta hægt á ótímabærri öldrun, sjúkdómum og fleiru. Kanill hjálpar þér að halda blóðsykrinum í lagi.

Þær Andrea, Gerða og Aldís skála í hollum og góðum smoothie.

Hrísgrjónavefjur með Muna dressingu eða hnetusmjörsdressingu

MUNA dressing: 

⅓ bolli MUNA tahini

⅓ bolli vatn

2 matskeiðar ferskur appelsínusafi

Smá appelsínubörkur

Smá af engiferjarót ca 3 cm 

1 hvítlauksgeiri, pressaður

2 tsk hlynsíróp eða agave

1 tsk sjávarsalt & svartur pipar 

Aðferð: Allt sett í góðan blandara. Einnig er hægt að nota töfrasprota.

Sunneva og Birta Líf voru ánægðar með hollustuna.

Hnetusmjörsdressing:

5 cm fersk engiferjarót

1-2 cm rautt chili eða 1/4 tsk chili flögur

1 dl lime safi

2/3 dl hlynsíróp, MUNA akasíu hunang

2 msk. tamari sósa

2 ½ dl MUNA hnetusmjör 

Vatn til að þynna út

Aðferð: Allt sett í góðan blandara. Einnig er hægt að nota töfrasprota.

Setjið heitt vatn í form t.d. eld­fast mót.
Leggið svo hrís­grjóna­blaðið ofan í, látið liggja í nokkrar sekúndur, maður finn­ur það mýkj­ast með því að þreifa með putt­un­um. Takið úr vatninu og látið sem mest af vatninu leka af.  Næst er mjúkt blaðið lagt eins slétt og hægt er á disk og því sem þig langar í er raðað á mitt blaðið.
Blaðinu er svo rúllað upp eins þétt og hægt er og þá er rúll­an er til­bú­in.

Gott er að skera allskonar grænmeti og ávexti niður til dæmis papriku;  agúrku, gulrætur, mangó, avókadó, epli, peru, jarðarber, spínat og blandaðar kryddjurtir ásamt því að gera kasjúhnetu mix.

Teymið á bak við viðburðinn þær Kristín Ása, Bryndís Rún, Kolbrún Pálína og Jana.

Kasjúhnetu mix

1/2 bolli MUNA kasjúhnetur

1-2 msk sesamolía

1/4 tsk sjávarsalt

Setjið í krukku með loki og hristið vel saman. 

Sólin skein í tilefni dagsins.

Rauðrófuhummus 

Frábær til að setja ofan á litlu maískökurnar með sýrðum rjóma og lauk frá MUNA, má líka bera fram sem nokkurs konar “hummus“ með skornu grænmeti.

1-2 hráar rauðrófur fer eftir stærð (afhýddar)

1 hvítlauksgeiri

2 msk sítrónusafi

2 msk MUNA tahini (sesamsmjör)

1 msk kúmenduft (cumin)

½ tsk sjávarsalt

Aðferð: Öllu blandað saman í matvinnsluvél, þar til þetta líkist áferð á hummus.

Þær Kristín Linda Kaldal og Ásdís Ragna brenna báðar fyrir holla og góða næringu.

Matcha orku kúlur 

3 bollar MUNA kókosmjöl

1 bolli eða 100 gr möndlumjöl  

1/2  bolli hlynsýróp/MUNA akasíu Hunang

2 msk brædd MUNA kókosolía

2 tsk vanilla 

1 tsk Matcha duft

1/2 tsk salt

1 msk MUNA möndlusmjör

Aðferð: Öllu blandað saman í kraftmikilli matvinnsluvél og litlar kúlur gerðar.

Skemmtilegt að velta kúlunum upp úr kókosmjöli. Geymast mjög vel í frysti í nokkrar vikur.

Una Guðmundsdóttir og Aldís Pálsdóttir.

Hnetusmjörs & súkkulaði kúlur

2,5 bollar eða 250 gr steinlausar döðlur

1/2 bolli kasjúhnetur eð 70 gr ristaðar kasjúhnetur 

80 gr hnetusmjör, um 4 matskeiðar

2 tsk kakóduft

Pínu sjávarsalt 

Aðferð:
Öllu blandað saman í kraftmikilli matvinnsluvél og litlar kúlur gerðar. 

Skemmtilegt að velta upp úr fín möluðum hnetum. Geymast mjög vel í frysti í nokkrar vikur.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var hráefnið einstaklega fallegt og vel lá á gestum kvöldsins.

Lovísa Anna og Unnur María.

NÝLEGT