Vörumerkið MUNA stóð fyrir glæsilegum viðburði í gær ásamt Kristjönu Steingrímsdóttur eða Jönu eins og hún er kölluð í Salt Eldhús þar sem hún fræddi gesti um góða næringu og gaf góðar hugmyndir þegar kemur að hollri eldamennsku. Jana er menntaður viðskiptafræðingur en ástríða hennar liggur í að elda hollan og góðan mat, og þá aðallega litskrúðug salöt og góðar dressingar. Jana hefur unnið sem heilsukokkur í um 13 ár. Hægt er að fylgjast með Jönu á nýju heimasíðunni hennar www.jana.is
Meðfylgjandi rétti elduðu gestir kvöldins með aðstoð Jönu;
Smoothie sem auðveldar meltinguna
Safi úr 1 bleiku greipaldin
1 lime safi
1 agúrka
Búnt af kóríander og myntu
1 bolli frosin ananas
2-3 döðlur eða 3-4 dropar af stevíu (farið varlega þar sem það gefur ofur sætt bragð)
1/2-1 tsk kanill
1 bolli ísmolar


Camilla Rut og Kristín Ruth.
Aðferð: Allt sett í góðan blandara. Einnig er hægt að nota töfrasprota.
Ananas inniheldur meðal annars ensím, sem kallast bromelain, og hjálpar til við meltingu próteins í fæðunni. Ananas kemur í veg fyrir uppþembu, meltingartruflanir og óþægindi í maga og veitir líkamanum trefjar sem hjálpa til við að hreinsa ristilinn. Greip ávöxturinn er hlaðinn C-vítamíni og bioflavonoids sem styrkja ónæmiskerfið, geta hægt á ótímabærri öldrun, sjúkdómum og fleiru. Kanill hjálpar þér að halda blóðsykrinum í lagi.


Þær Andrea, Gerða og Aldís skála í hollum og góðum smoothie.
Hrísgrjónavefjur með Muna dressingu eða hnetusmjörsdressingu
MUNA dressing:
⅓ bolli MUNA tahini
⅓ bolli vatn
2 matskeiðar ferskur appelsínusafi
Smá appelsínubörkur
Smá af engiferjarót ca 3 cm
1 hvítlauksgeiri, pressaður
2 tsk hlynsíróp eða agave
1 tsk sjávarsalt & svartur pipar
Aðferð: Allt sett í góðan blandara. Einnig er hægt að nota töfrasprota.


Sunneva og Birta Líf voru ánægðar með hollustuna.
Hnetusmjörsdressing:
5 cm fersk engiferjarót
1-2 cm rautt chili eða 1/4 tsk chili flögur
1 dl lime safi
2/3 dl hlynsíróp, MUNA akasíu hunang
2 msk. tamari sósa
2 ½ dl MUNA hnetusmjör
Vatn til að þynna út
Aðferð: Allt sett í góðan blandara. Einnig er hægt að nota töfrasprota.
Setjið heitt vatn í form t.d. eldfast mót.
Leggið svo hrísgrjónablaðið ofan í, látið liggja í nokkrar sekúndur, maður finnur það mýkjast með því að þreifa með puttunum. Takið úr vatninu og látið sem mest af vatninu leka af. Næst er mjúkt blaðið lagt eins slétt og hægt er á disk og því sem þig langar í er raðað á mitt blaðið.
Blaðinu er svo rúllað upp eins þétt og hægt er og þá er rúllan er tilbúin.
Gott er að skera allskonar grænmeti og ávexti niður til dæmis papriku; agúrku, gulrætur, mangó, avókadó, epli, peru, jarðarber, spínat og blandaðar kryddjurtir ásamt því að gera kasjúhnetu mix.


Teymið á bak við viðburðinn þær Kristín Ása, Bryndís Rún, Kolbrún Pálína og Jana.
Kasjúhnetu mix
1/2 bolli MUNA kasjúhnetur
1-2 msk sesamolía
1/4 tsk sjávarsalt
Setjið í krukku með loki og hristið vel saman.


Sólin skein í tilefni dagsins.
Rauðrófuhummus
Frábær til að setja ofan á litlu maískökurnar með sýrðum rjóma og lauk frá MUNA, má líka bera fram sem nokkurs konar “hummus“ með skornu grænmeti.
1-2 hráar rauðrófur fer eftir stærð (afhýddar)
1 hvítlauksgeiri
2 msk sítrónusafi
2 msk MUNA tahini (sesamsmjör)
1 msk kúmenduft (cumin)
½ tsk sjávarsalt
Aðferð: Öllu blandað saman í matvinnsluvél, þar til þetta líkist áferð á hummus.


Þær Kristín Linda Kaldal og Ásdís Ragna brenna báðar fyrir holla og góða næringu.
Matcha orku kúlur
3 bollar MUNA kókosmjöl
1 bolli eða 100 gr möndlumjöl
1/2 bolli hlynsýróp/MUNA akasíu Hunang
2 msk brædd MUNA kókosolía
2 tsk vanilla
1 tsk Matcha duft
1/2 tsk salt
1 msk MUNA möndlusmjör
Aðferð: Öllu blandað saman í kraftmikilli matvinnsluvél og litlar kúlur gerðar.
Skemmtilegt að velta kúlunum upp úr kókosmjöli. Geymast mjög vel í frysti í nokkrar vikur.


Una Guðmundsdóttir og Aldís Pálsdóttir.
Hnetusmjörs & súkkulaði kúlur
2,5 bollar eða 250 gr steinlausar döðlur
1/2 bolli kasjúhnetur eð 70 gr ristaðar kasjúhnetur
80 gr hnetusmjör, um 4 matskeiðar
2 tsk kakóduft
Pínu sjávarsalt
Aðferð:
Öllu blandað saman í kraftmikilli matvinnsluvél og litlar kúlur gerðar.
Skemmtilegt að velta upp úr fín möluðum hnetum. Geymast mjög vel í frysti í nokkrar vikur.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var hráefnið einstaklega fallegt og vel lá á gestum kvöldsins.






Lovísa Anna og Unnur María.