Stuðningsmenn: Edda Sif Pálsdóttir

Stuðningsmenn: Edda Sif Pálsdóttir

Hvernig lýst þér á sumarið hjá þínu liði?

Eftir 5-0 tap fyrir Stjörnunni karlamegin um daginn er hálfkjánalegt að segjast vera bjartsýn en ég ætla samt að vera það. Ég held alltaf að þetta verði okkar ár! Ég hef almennt minni áhyggjur af stelpunum, þær eru solid.

Hvernig myndiru spá því að deildin fari í sumar?

FH klárar þetta eins og vanalega – auðvitað löngu hætt að vera skemmtilegt fyrir okkur hin. Breiðablik og Stjarnan eru líkleg kvennamegin.

Edda3

Hver er skemmtilegasti útivöllurinn?

Mér líður alltaf ágætlega í Víkinni, sérstaklega þegar það er sól sem er eiginlega alltaf. Það er samt skemmtilegast að vinna í Frostaskjóli, það er ekkert sem toppar það. Gerðist síðast 2003 held ég hjá körlunum en minningin lifir.

Hver er uppáhaldsvöllurinn?

Hásteinsvöllur án nokkurs vafa.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn?

Haffi Briem og Sísi Lára.Edda2

Starfar þú fyrir félagið?

Það mætti halda það en nei.

Mætir þú á alla leiki?

Alla sem ég mögulega kemst á já. Og hef gengið í gegnum ýmislegt skal ég segja ykkur til að komast til Vestmannaeyja á fótboltaleik!

Edda5

Fylgist þú með fleiri íþróttum hjá þínu liði?

Já ég fylgist með flestu sem er í gangi. Það er agalegt að ÍBV sé ekki með í úrslitakeppninni í handbolta núna en þá er gott að eiga annað lið að, Stjörnuna.

Hver er besta vallarsjoppan?

Stuðningsmannakaffið hjá vinkonum mínum í Vestmannaeyjum er algjör negla. Hef fengið góða börgera líka í Kópavoginum og Árbæ, leiðinlegt að verða af þeim í ár.

Hver er besti vallarþulurinn?

Sigrún María Jörundsdóttir, Stjörnunni.

Ef þú mættir velja eitthvað lið í evrópukeppni til að mæta, hvaða lið myndiru velja?

Valencia. Ég væri til í að sjá ÍBV spila á mínum spænska heimavelli, Mestalla.

Edda1

Með hverjum helduru í enska?

Chelsea – og hef gert síðan fyrir Eið Smára. Maður þarf einhvern veginn alltaf að taka það fram, samviskunnar og kúlsins vegna.

Ertu með einhverja rútínu á leikdag?

Njah ekki nema þá bara það að reyna að ná góðu andlegu jafnvægi. Svo hlusta ég jú alltaf á „Komum fagnandi“ á leiðinni á leikinn og ef þetta er heimaleikur er gott að kíkja í laugina fyrir. Áður en siglt er yfir aftur fæ ég mér að borða á Gott eða 900 og ís í eftirrétt. Annað hvort því ég er svo létt í skapi eða til að drekkja sorgum mínum í Hockey Pulver böðuðum bragðaref með fullt af nammi.

13495330_10153688305311728_6071242964165295994_n

Höfundur: Edda Sif Pálsdóttir / H Talari

NÝLEGT