Search
Close this search box.
Stuðningsmenn: Friðgeir Bergsteinsson er grjótharður KR-ingur

Stuðningsmenn: Friðgeir Bergsteinsson er grjótharður KR-ingur

Hvernig lýst þér á sumarið hjá þínu liði?

Mér líst mjög vel á sumarið. Hópurinn er ekki stór en þar eru leikmenn sem eru hungraðir í að gera betur en í fyrra og ég hef fulla trú á að þeir klára það vel. Einnig erum við með nokkra nýja leikmenn sem þekkja þessa pressu sem við stuðningsmenn setjum þeim og ég hef fulla trú á þessum strákum. Gaman að sjá þessa ungu stráka sem eru að koma sterkir inn. Þetta sumar verður flott.

Hvernig myndiru spá því að deildin fari í sumar?

Ég spái að þetta sumar verður skemmtilegt. Öll lið eru búinn að styrkja sig vel og ætla berjast við þennan stóra. Ég held að ekkert lið stingi af, líkt og FH gerði í síðustu leikjunum í fyrra.

Hver er skemmtilegasti útivöllurinn?

Finnst enginn völlur skemmtilegastur en það er alltaf skemmtilegt að fara í Kaplakrika (KR fara þangað 20.ágúst). Svo verður gaman að fara norður að spila við KA (24.júní) og svo vestur í Ólafsvík (7.maí).

Hver er uppáhaldsvöllurinn?

Það er enginn völlur í uppáhaldi.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn?

Ég á engann uppáhalds leikmann. En ég á marga sem ég hef mikla og sterka tengingu við. Allt eru þetta strákar sem mér þykir vænt um.

Starfar þú fyrir félagið?

Ég er að vinna aðeins í kringum liðið. Ég er búinn að vera alltaf í kringum hamborgarasöluna, sem og ársmiðana og fleiri tilfallandi verkefni fyrir félagið. En ég er búinn að fá 2 verðlaun fyrir sjálfsboðsliði ársins fyrir félagsstarfið árið 2013 en fékk þau aftur 2016 fyrir umgjörðina í kringum stelpuleikina. Einnig fékk ég silfurmerki félagsins árið 2015. Silfurmerki KR er veitt fyrir góð störf í þágu félagsins. Alltaf gaman að fá viðurkenningu og vinna vel fyrir klúbbinn sinn og félagið sem er manni næst.

Ég verð samt að upplýsa leyndarmáli, að ég er mikill Valsari í handboltanum.

Mætir þú á alla leiki?

Já, ég reyni að fara á alla leikina. Bæði hjá stelpunum og strákunum. En stundum kemur fyrir að ég komist ekki á alla leiki.

Fylgist þú með fleiri íþróttum hjá þínu liði?

Já, ég fylgist með körfunni. En síðan er handboltinn nýkominn upp um deild og því ætla ég að reyna að vera duglegur að fara á leiki með þeim næsta vetur. Ég verð samt að upplýsa leyndarmáli, að ég er mikill valsari í handboltanum.

Hver er besta vallarsjoppan?

Ég á enga uppáhalds vallarsjoppu.

Hver er besti vallarþulurinn?

Það er auðvitað Röddin, Páll Sævar Guðjónsson.

Ef þú mættir velja eitthvað lið í evrópukeppninni til að mæta, hvaða lið myndirðu velja?

Þessi er erfið. Ég held að það sé eitthvað af þessum stóru liðum á Englandi eða á Spáni.

Með hverjum helduru í enska?

Tottenham, en ég held auðvitað með Íslendingunum sem eru að spila á Englandi.

Ertu með einhverja rútínu á leikdag?

Ég mæti alltaf 3-4 tímum fyrir leik, hitti leikmenn og labba aðeins á vellinum.

Hver er munurinn á að mæta á landsleiki vs leiki hjá KR?

Þar er stór munur. Ég mæti alltaf vel tímalega fyrir KR leiki sem og landsleiki. Ég er með mikið í gangi á KR leikjum sem ég þarf að gera og græja en ekki eins mikil dagskrá hjá mér í landsliðinu.

Hvaða íþróttagrein heldur þú mest upp á?

Mér finnst fótboltinn alltaf bestur. Er mikill íþróttafíkill og finnst skemmtilegast að vera í kringum allar íþróttir.

Höfundur: Friðgeir Bergsteinsson

NÝLEGT