Stuðningsmenn: „SVÍNIГ hann Björn Bragi

Stuðningsmenn: „SVÍNIГ hann Björn Bragi

 Hvernig lýst þér á sumarið hjá þínu liði?

Svakalega vel. Liðið lítur mjög vel út í upphafi móts og það er frábær stemning í kringum Fylki, bæði innan og utan vallar.

Hvernig myndiru spá því að deildin fari í sumar?

Ég hef fulla trú á því að liðið fari upp. Fylkir á heima í efstu deild og strákarnir hafa sýnt í fyrstu leikjunum að þær ætla sér að spila þar að ári.

https://www.youtube.com/watch?v=z7dTcByamiI

Hver er skemmtilegasti útivöllurinn?

Mér finnst gaman á öllum útivöllum sem við sækjum þrjú stig á.

Hver er uppáhaldsvöllurinn?

Fylkisvöllur að sjálfsögðu.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn?

Albert Brynjar Ingason er í miklu uppáhaldi um þessar mundir.

Mætir þú á alla leiki?

Ég mæti á alla leiki sem ég kemst á.

Fylgist þú með fleiri íþróttagreinum hjá þínu liði?

Ég fylgist aðallega með fótboltanum en styð auðvitað Fylki í öllum greinum.

BB_2

Hver er besta vallarsjoppan?

Sjoppan á Fylkisvelli er eins og fimm stjörnu veitingastaður.

Hver er besti vallarþulurinn?

Þorsteinn Lár okkar Fylkismanna.

Ef þú mættir velja eitthvað lið í evrópukeppni til að mæta, hvaða lið myndiru velja?

Tottenham. Stefnum á að áður en langt um líður verði Fylkir Íslandsmeistari og Tottenham Englandsmeistari og að liðin mætist í Meistaradeildinni.

Með hverjum heldur þú í enska?

Tottenham.

BB_3

Ertu með einhverja rútínu á leikdag?

Ég borða bara appelsínugulan mat.

Hvaða stuðningsmönnum er skemmtilegast að mæta?

Öllum sem kunna að búa til góða stemningu og eru ekki að drulla yfir leikmenn eða dómara.

Þú ert mikill stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hver er sagan á bakvið „SVÍNIГ á treyjunni þinni?

Fyrir löngu síðan fóru mínir nánustu vinir að kalla mig Svínið. Ætli það hafi ekki verið annars vegar af því að ég hef mikinn áhuga á svínum og hins vegar af því að ég á það til að haga mér eins og svín. Það lá því beinast við að skella því á treyjuna.

13419073_921540111288699_8472662852146935402_n

Bjorn-Bragi-H-Magasin-2

10985494_725852870857425_7278035674810107014_n

12247961_804989476277097_6475152699762192979_o

Forsíðan á fyrstu bók Björns Braga en hún kom út veturinn 2015. Hún fjallar um íslenska karlalandsliðið og leiðina í lokakeppni EM 2016.

 

 

Höfundur: Björn Bragi / H Talari