Ég var mjög heppin með veður og fékk langþráðan sólardag. Dagurinn byrjaði á að taka stutta rækt, mér finnst lang best að byrja daginn erlendis með að hreyfa mig aðeins. Síðan tók við göngutúr í Boston Public Garden sem var gríðalega fallegur – og það sem kom mest á óvart að það voru fullt af fallegum mini pálmatrjám. Ég klæddist mjög þægilegum kjól við Nike Air Force – elska kjóla og sneakers saman. Kjóllinn er frá Zöru en það sem ég elska mest við hann er að það eru stuttbuxur undir honum þannig maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur að flassa einhvern óvart – haha.
Mikilvægt ískaffi í hitanum
Kjóll – Zara / Taska – YSL / Skór – Nike Air Force (fást hér)
Eftir mikla Acaii þráhyggju fann ég gríðalega góðan stað sem heitir Revolution Juicery sem var vegan, plant based og organic – algjörlega það sem ég fýla og með mjög góðan boðskap.
Eftir það tók við sundlauga chill í sólinni sem ég naut mín í botn. Ég var í bikiní frá Hurley sem er sundfatamerki sem fæst hjá Hverslun – mæli klárlega með að kíkja á úrvalið í búðinni eða vefverslun.
En takk kærlega fyrir lesturinn og þangað til næst <3
– Hildur Sif Hauks