ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Styrkjandi bætiefni fyrir ónæmiskerfið

Styrkjandi bætiefni fyrir ónæmiskerfið

Nú þegar hver kvef-pestin af fætur annarri herjar á landann er ekki úr vegi að huga að bætiefnum sem hjálpa okkur að styrkja ónæmiskerfið og þannig vera betur í stakk búin til þess að berjast við flensurnar og þau hvimleiðu einkenni sem þeim fylgja.

Hér að neðan má sjá lista frá Ásdísi Grasa yfir nokkur góð bætiefni sem hjálpa okkur að byggja upp ónæmiskerfið:

Probiotic Defense

Góðgerla blanda sem inniheldur 1 billjón gerla og um 13 mismunandi virkar tegundir gerlastofna sem eru samsettir til þess að stuðla að heilbrigðu ónæmiskerfi og jafnvægi þarmaflóru í meltingarvegi. Probiotic Defense blandan inniheldur þar að auki FOS (fructo-oligosaccharides) sem eru góðar trefjar sem ýta undir útbreiðslu á mikilvægum gerlastofnum eins og Acidophilus og Bifidus gerlum. Nánar hér.

C vitamin 1000 mg

C vítamín er sterkt andoxunarefni og mikilvægt næringarefni fyrir starfssemi ónæmiskerfisins. C vítamín gegnir einnig mikilvægu hlutverki í fjölmörgum efnaskiptum í líkamanum s.s. við framleiðslu ensíma og taugaboðefna og er mikilvægur hluti af bandvefjum og stoðkerfi líkamans. Algengasta form sem notað er af C vítamíni er askorbínsýra og inniheldur þessi vara frá Now einnig bioflavoníð efni sem ýta frekar undir nýtingu C vítamíns í líkamanum. Nánar hér.

Echinacea

Echinacea eða sólhattur er lækningajurt sem hefur verið notuð frá örófi alda fyrir ónæmisstyrkjandi eiginleika sína gegn öndunarfærasýkingum eins og kvefi, flensu og hósta. Virku efnin í sólhatt eru fjölsykrur sem finnast í mestu magni í rótinni. Inntaka á sólhatti er talinn stytta tíma öndunarfærasýkinga ef jurtin er tekin inn strax við fyrstu einkenni. Mælt er með að nota sólhatt eingöngu þegar hugsanleg sýking og einkenni eru til staðar og hvíla inntöku þess á milli en sólhattur virðist ekki eins áhrifaríkur sem fyrirbyggjandi meðferð gegn sýkingum. Sólhattur er talin örugg til inntöku fyrir flesta aldurshópa. Nánar hér.

Olive Leaf Extract

Ólífutréð hefur verið hluti af matarmenningu ýmissa þjóða í aldaraðir og voru laufin upphaflega drukkin í teformi til lækninga og afurðir ólífutrésins s.s. ólífur og ólífuolía enn notaðar sem hluti af mataræði fólks víða um heim. Einangrað jurtaþykkni úr ólífulaufum er að finna í Olive Leaf extract frá Now sem inniheldur um 6% af virka efninu oleuropein sem er talið hafa sterka andoxunarvirkni og ónæmisstykjandi áhrif. Mælt er með að nota ólífulaufsþykkni við fyrstu einkenni sýkingar og eru ólífulauf talin örugg til inntöku fyrir flesta aldurshópa. Nánar hér.

Grape Seed Extract

Grapefruit seed extract er þykkni unnið úr steinum greip ávaxtarins en þeir innihalda ríkulegt magn af kröftugum polyfenól efnum sem eru sterk andoxunarefni sem verja frumur líkamans og sporna gegn oxun frumna af völdum sindurefna. Greipaldin þykkni er talið hafa sýkladrepandi áhrif gegn ýmsum örverum og getur því verið gagnlegt til að vinna á vissum sýkingum í líkamanum. Greipaldin þykkni er talið öruggt fyrir flesta aldurshópa. Nánar hér.

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest