Þegar kemur að hollum og góðum heilsudrykkjum fyrir þá sem eru á lágkolvetna mataræði eru fáir drykkir sem standast þessum snúning. Þessi súkkulaði og hnetusmjörs drykkur, úr heilsudrykkjabæklingi Ásdísar Grasa og NOW, er einstaklega góður á bragðið og inniheldur holl prótein og fitur.
Sem dæmi má nefna MCT olíuna en hún meltist hraðar en aðrar fitur og nýtist líkamanum hratt og vel sem skjót orka. Hún er talin hafa góð áhrif á þyngdarstjórnun og draga úr matarlyst og sykurlöngun.
Nú er bara að skella öllum innihalds efnunum í blandarann og njóta!
Innihald
- 1 bolli möndlumjólk, sykurlaus frá Isola
- 1 skeið Plant Protein Complex súkkulaði mokka frá NOW
- 2 msk hnetusmjör frá Himneskri Hollustu
- 1 msk kakóduft frá Himneskri Hollustu
- 1 msk hampfræ frá Himneskri Hollustu
- 1 tsk MCT olía vanillu heslihnetu frá NOW
- 1 hnefi ísmolar