„Hér er á ferðinni súkkulaðistykki sem smakkast eins og mars, eða kannski eins og mars og fílakarmellur í bland en það fer pínu eftir hversu dökkt súkkulaði er notað til að húða,“ segir Krista Hreiðarsdóttir, kölluð Krista Ketó um þessa dásamlegu súkkulaðibita sem eru uppfullir af fallegri hollustu.
Innihald: „nougat“
100 g sykurlaust síróp
10 g sykurlaust súkkulaði
70 g MCT powder bragðlaust
1 tsk MCT olía
Aðferð:
Hitið síróp og súkkulaði í potti eða örbylgjuofni þar til það bullar aðeins.
Setjið Mct duftið í skál og hellið sírópsblöndunni yfir ásamt Mct olíunni. Ath að þetta verður fljótt stíft svo það þarf að hræra kröftuglega og setja strax í silikonform.
Látið kólna á borði meðan karamellan er gerð.
Karamella:
100 g síróp
30 g smjör
40 g rjómi
1/3 tsk vanilludropar
Aðferð:
Hitið allt hráefni í potti á meðalháum hita í 30-40 mín og hrærið stöðugt í. Það má líka nota örbylgjuofninn og hita í nokkrum umferðum og hræra á milli.
Þegar karamellan er klár er henni hellt yfir nougatstykkið og allt fryst. Takið síðan stykkið úr frysti, skerið í lengjur og súkkulaðihúðið.
Ég notaði um 120 g af Cavalier súkkulaði sem ég hita varlega í örbylgju eða yfir vatnsbaði. Það er gott að setja saman við 1/2 tsk af kókosolíu til að þynna súkkulaðið áður en stykkin eru húðuð.
https://www.hverslun.is/heilsa-og-lifsstill/baetiefni/oll-baetiefni/now-mct-powder-with-whey-protein