Search
Close this search box.
Súkkulaðibrauð í morgunmat

Súkkulaðibrauð í morgunmat

Súkkulaðibananabrauð með mokkatvisti í morgunmat sem á meira skylt við djúsí desert en brauð að hætti okkar einu sönnu Röggu nagla.

Þykk sneið af þessu brauði á morgnana og þú hefur fengið súkkulaðitvistið þitt fyrir daginn, en á sama tíma nært þig með góðum kolvetnum og hollri fitu.

Allir vinna, bæði heilsumelurinn og sykurpúkinn.

3 eldgamlir bananar

200 g MUNA malað haframjöl (henda í matvinnsluvél og hakka í púður)

100 ml Good Good Ísland sykurlaust síróp

3 msk brædd MUNA kókosolía

2 msk dökkt bökunarkakó

1 tsk matarsódi

1 tsk lyftiduft

Hræra öllu gumsinu saman í hrærivél eða með töfrasprota.

Skúbba deiginu í brauðform og baka í 35-40 mínútúr á 180C

Leyfa brauðinu að kólna og toppa þá með horaðri súkkulaðisósu Naglans með mokkatvisti.

3 msk bökunarkakó

2 msk sweet like sugar Good Good Ísland

2-3 msk kalt kaffi

2-3 msk möndlumjólk

Hræra öllu saman með skeið þar til kakóið gefst upp og blandast við vökvann í þykkt krem.

Snilld að skera í sneiðar og frysta. Þá geturðu bara kippt út einni sneið og plompað í brauðrist eða örrann.

Instagram Muna

Instagram Röggu nagla

NÝLEGT