Innihald:
- 1 dl af tröllahöfrum frá Himneskri Hollustu
- 2 dl af möndlumjólk frá Isola Bio
- 1 tsk af kakódufti frá Himneskri Hollustu
- Salt eftir smekk
Aðferð:
Hitið hafra og möndlumjólk saman í potti á meðalháum hita í nokkrar mínútur. Bætið svo kakóduftinu og saltinu við og hrærið áfram þar til þið fáið þykkan og góðan graut. Ég leyfi grautnum að kólna í nokkrar mínútur í pottinum áður en ég borða hann.
Njótið með ferskum ávöxtum, ég mæli sérstaklega með jarðaberjum eða banana og svo er líka algjört nammi að skera niður döðlur og setja út á grautinn til að fá sætu á móti bragðinu frá kakóduftinu.
Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats
Þangað til næst, verið heil og sæl!
Höfundur: Asta Eats