Search
Close this search box.
Súkkulaðihnetusmjör

Súkkulaðihnetusmjör

Innihald

  • 400 grömm af kasjúhnetum frá Himneskri Hollustu (eða aðrar hnetur/möndlur)
  • 2 msk kakó frá Himneskri Hollustu
  • 2 msk hlynsíróp frá Naturata (má sleppa)
  • Smá salt yfir kasjúhneturnar (má sleppa)

Aðferð:

*Fyrst skal rista hneturnar inn í ofni í ca. 10-15 mínútur við 150-160°C. Ef þið eruð að nota kasjúhnetur eins og ég þá er tíminn 20 mínútur inn í ofni og ef þið viljið þá er hægt að salta þær áður en þær fara inn í ofn. Þið dreifið hnetunum á bökunarplötu, stráið salti yfir eftir smekk og setjið þær inn í ofn. Ég vill benda á að gott er að fylgjast með þeim svo þær brenna ekki, sérstaklega síðustu 5 mínúturnar. 

*Það má sleppa þessu skrefi ef vill en persónulega finnst mér alltaf betra að rista hnetur eða möndlur því það hleypir svo miklu bragði út og tekur einnig styttri tíma að vinna úr þeim ef búið er að rista þær. 

Kasjuhnetur

Þegar búið er að rista hneturnar skal setja þær volgar í matvinnsluvélina ásamt kakóduftinu og hlynsírópinu. Næst er það bara að blanda blanda blanda! Hér kikkar óþolimæðin inn en þetta kemur allt saman á endanum! Þolimæði (og góð matvinnsluvél..) er lykillinn að góðu hnetusmjöri!

Fyrst verða hneturnar að grófu mjöli. Þið þurfið stoppa matvinnsluvélina, skrapa meðfram hliðunum og halda áfram að blanda nokkrum sinnum. Olían fer svo smá saman að losna úr hnetunum og verða þá hneturnar að deigi. Haldið áfram að blanda þar til þið fáið áferð sem ykkur líst vel á. Það er góð regla að blanda alltaf örlítið lengur en þú ætlaðir þér, 2-3 mínútum lengur. 

Sukkuladismyrja

Sukkuladismyrja01

Geymið súkkulaðihnetusmjörið í lokaðri krukku eða loftþéttu íláti. Það er hægt að geyma smjörið inn í ísskáp eða einfaldlega upp í skáp, á dimmum stað en ég geri það svo það helst mjúkt. Ég mæli með að klára smjörið innan 4-5 vikna upp á að bragðið helst sem best. Smyrjið á brauð, borðið með ferskum ávöxtum (mæli sérstaklega með jarðaberjum eða banana), setjið út á grautinn, jógúrtið eða bara hvað sem ykkur dettur í hug!

_MG_6894

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

 

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu

 

Höfundur: Asta Eats

 

 

 

 

NÝLEGT