Súkkulaðikaka meistarans – ketó stæl

Súkkulaðikaka meistarans – ketó stæl

Nú þegar jólin eru handan við hornið er ekki úr vegi að skella í eina góða súkkulaðiköku. Það góða við þessa uppskrift er að hún er ketó-væn, hveiti og sykurlaus. Hentar því vel á annan í jólum þegar þú ert komin með upp í kok af jólakonfektinu en ennþá með löngun í eitthvað sætt og ljúft.

Nú mega jólin koma!

Botninn:

  • 100 g möndlumjöl frá NOW
  • 100 g macadamiuhnetur frá NOW
  • 60 g sæta, sweet like sugar frá Good Good
  • 1/3 tsk salt
  • 50 g smjör, ósaltað, kælt og brytjað niður í litla bita
  • 1 eggjahvíta eða um 20 g

Fylling:

  • 200 g sykurlaust súkkulaði eða 85% dökkt súkkulaði
  • 200 ml rjómi
  • 50 g smjör
  • 4 msk fínmöluð sæta, sweet like sugar frá Good Good
  • 1 tsk vanilludropar
  • ögn salt

Aðferð:

Hitið ofninn í 170° með blæstri.

Smyrjið bökuform að innan með smjöri, best að nota form með lausum botni, líka hægt að nota silikon form t.d. lítil hjörtu og þrýsta þá deiginu upp á kantana.

Blandið saman í matvinnsluvél, möndlumjöli og macadamiuhnetum, sætu og salti. Bætið næst köldu smjörinu saman við og blandið vel saman.

Eggjahvítan fer síðast út í og aftur blandað. Gott að kæla deigið í 1-2 klt ef þið hafið tíma, annars er hægt að dreifa deiginu í smurt kökuformið og þrýsta því vel upp á kantana. Það er líka hægt að fletja út kælt deigið milli tveggja laga af smjörpappír og leggja formið yfir og hvolfa því.

Stingið með gaffli í botninn á nokkrum stöðum. Bakið í ofni í 15 mín eða þar til kantarnir fara að verða gylltir. Takið út og látið kólna (skelin harðnar við kælingu).

Blandið fyllinguna á meðan bakan kólnar.

Hitið rjóma í potti að suðu, þegar að fer að freyða í rjómanum þá er honum hellt yfir niðurbrytjað súkkulaðið í skál og hrært í þar til það leysist upp.

Blandið sweet like sugar frá Good Good saman við og að lokum smjörinu. Hrærið vel þar til blandan er kekkjalaus og glansandi.

Þá er fyllingin tilbúin og hægt að hella ofan í litlar bökuskeljarnar eða ofan í stóru bökuskelina úr forminu.

Geymið í kæli þar til fyllingin þéttist.

Borið fram með þeyttum rjóma og jarðaberjum.

NÝLEGT