Innihald:
- 1 plata af 65% súkkulaði með appelsínu frá Chocolate & Love (bræðið, 1 plata er 80 gr.)
- 10 döðlur frá Himneskri Hollustu (lagðar í heitt bleyti í 5-8 mín.)
- 2 msk af chia fræjum frá Himneskri Hollustu
- 1,5 dl af kókosmjólk frá Isola Bio (getið líka prufað aðra plöntumjólk)
- Safi úr 1/2 appelsínu + appelsínubörkur til að skreyta ef maður er í stuði!
- Salt eftir smekk (má sleppa)
Aðferð:
Setjið allt hráefni í blandara og blandið vel saman. Skrapið reglulega meðfram hliðunum því mjólkin mun slettast. Setjið músina í litlar skálar. Ég notaði 4 litlar skálar frá IKEA úr Skyn línunni, þær eru fullkomnar í eftirréttinn og svo eru þær alveg svakalega sætar! Geymið inn í ísskáp í a.m.k. 1 klukkustund. Það voru smá döðlubitar í músinni minni þar sem blandarinn minn er ekki sá besti en ég hef ekkert á móti smá ljúffengri döðlu með músinni! Rífið örlítinn appelsínubörk yfir eða setjið jafnvel flórsykur eða örlítið kakóduft! Maður þarf alls ekki mikið af þessum eftirrétt til þess að vera saddur og sáttur, lítil skál dugar!
Njótið!
Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram
Þangað til næst, verið heil og sæl!
Höfundur: Asta Eats