Hver man ekki gömlu góðu dagana þegar súkkulaðisjeikinn var í flestum tilvikum búinn til heima við?
Við skellum okkur því aftur til fortíðar nú með Kristu þar sem hún býður okkur upp á heimatilbúinn súkkulaðisjeik. Það er þó ein breyting hér frá hinni hefðbundnu súkkulaðisjeik uppskrift; hún er án alls sykurs (enginn ís) og hentar bæði þeim sem eru á ketó sem og þeim sem eru með mjólkuróþol, þar sem uppistaðan er möndlumjólk og möndlusmjör. Tilfinningin minnir hins vegar á gömlu góðu dagana, einstaklega gott súkkulaðibragð, falleg áferð og bragðast best ef drukkið með röri.
Innihald:
- 240ml möndlumjólk, ósæt frá Isola
- 50g möndlusmjör frá Monki
- 2 msk fínmöluð sæta, Sweet like sugar frá Good Good
- 4 dropar stevía, French vanilla frá NOW
- 2 tsk kakó frá Himneskri hollustu
- 1 msk Collagen powder frá NOW
- 1 msk vanniluprótein frá NOW (má sleppa)
- 4-5 ísmolar
Aðferð:
Setjið allt í blandara og blandið vel. Hellið yfir ísmola og njótið.

