Sumar í skál

Sumar í skál

Ekki veitir af að næra kroppinn þessa dagana með næringarríkum og fallegum mat sem gleður bæði augu og bragðlauka. Þessi einfalda Acai skál gerir það svo sannarlega og meira til.

Undirbúningur: 5 mínútur

Skammtastærð: fyrir 1

Máltíð: Morgunmatur/millimál.

Innihaldsefni:

1/3 bolli af Forest Fruits sultunni frá GOOD GOOD

¼ bolli af bláberjum

4 fersk jarðaber

¼ bolli af möndlumjólk

3 tsk acai duft

1 tsk chia fræ

1 bolli ísmolar

Tillögur að skrauti ofan á skálina

Fersk jarðaber

Fersk bláber

Kókosflögur

Chia fræ

Aðferð:

1.Settu öll innihaldsefnin fyrir skálina sjálfa í öfluga matvinnsluvél og maukaðu vel í uþb 30 sekúndur, eða þar til þú hefur náð fram þeirri áferð sem þú vilt.

2. Heltu blöndunni í fallega , skreyttu með fallegu gotteríi og njóttu svo vel!

NÝLEGT