Möndlumjólkurklakar
Isola Bio sykurlaus möndlumjólk sett í klakabox og inn í frysti. Búið til a.m.k. 16 klaka ef þið ætlið að gera drykk fyrir tvo.
Döðlukaramella
15-20 ferskar og mjúkar döðlur settar í matvinnsluvél eða góðan blender. Blandið á lágum hraða í stutta stund eða þar til nokkrir bitar eru eftir, bætið þá við 3-6 msk af heitu vatni og blandið þar til döðlurnar verða að þykku mauki (sjá mynd). Passið að setja ekki of mikið vatn, byrjið á 3 msk og bætið frekar við eftir þörfum. Karamellan geymist í loftþéttu íláti í ísskáp í 1-2 vikur.
Innihald fyrir tvo frappucino
16 möndlumjólkurklakar
2 bollar kalt kaffi
3-5 msk döðlukaramella
Aðferð: Setjið klakana og kaffið í blender og blandið á háum hraða. Bætið við 1 msk af döðlukaramellunni í einu og smakkið kaffið til. Við mælum síðan með því að toppa drykkinn með þeyttum kókosrjóma frá Soyatoo en hann þeytist ótrúlega vel, er mjög bragðgóður og passar fullkomlega með þessum drykk.
Uppskriftin er fengin frá Minimalist Baker en við mælum með því að þú skoðir uppskriftasafnið á þeirri síðu. Flest allar uppskriftirnar innihalda 10 hráefni eða færri, eru eldaðar í einum potti eða á einni pönnu og taka 30 mínútur eða minna að matreiða.