Sumarlegar orkukúlur

Sumarlegar orkukúlur

Innihald:

  • 2 dl tröllahafrar frá Himneskri Hollustu
  • 10 stk apríkósur + 5 stk döðlur frá Himneskri Hollustu (lagðar í heitt bleyti)
  • 2 dl kókosmjöl frá Himneskri Hollustu 
  • 1/2-1 dl kasjúhnetur eða möndlur frá Himneskri Hollustu 
  • Safi úr 1/2 sítrónu (má sleppa)


Annað
Kókosmjöl, hampfræ og sítrónubörkur til að rúlla kúlunum upp úr. 


Aðferð

Byrjið á því að leggja apríkósurnar og döðlurnar í heitt bleyti í 5 mínútur. þ.e.a.s. hitið vatn, leggið apríkósurnar og döðlurnar í stóra skál og hellið heita vatninu yfir þær en þetta mýkir ávextina. Ekki nota heitt kranavatn! Hellið vatninu í vaskinn þegar 5 mínútur eru liðnar og setjið apríkósurnar og döðlurnar ásamt restina af hráefninu í matvinnsluvél og blandið vel saman. 

Ef þið eigið ekki sterka matvinnsluvél er gott að setja hafrana, kasjúhneturnar/möndlurnar og kókosinn fyrst, blanda því saman í mjöl og bæta svo við apríkósunum eða döðlunum og halda áfram að blanda. 

Sumarkulurkokos

 

Sumarkulur

Ef deigið verður of þurrt getið þið bætt við nokkrum dropum af heitu vatni og hrært áfram. Þegar hráefnið er orðið að límkenndu deigi skal rúlla því upp í kúlur og velta upp úr kókosmjöli, hampfræjum og sítrónubörk.

Geymið kúlurnar í nestisboxi eða glerkrukku og inn í kæli í allt að 7-10 daga eða jafnvel í frystinum í allt að 2-3 vikur. 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu 

 

 

Höfundur: Asta Eats

 

 

NÝLEGT