Sunnudagur til sælu

Sunnudagur til sælu

Sunaldis8

Ég mætti í hádeginu og æfingin samanstóð af þremur lotum sem voru fjölbreyttar og krefjandi, bæði mikill styrkur og þol. Fyrsta lotan innihélt tvö súpersett þar sem keyrt er þrjár æfingar í einu, þrisvar í gegn. Sett númer tvö var svokallaður tröppugangur, þar sem við gerðum 10 endurtekningar af fjórum æfingum og minnkuðum alltaf síðan um eina, þannig unnum frá 10-9-8-7 osfrv. Síðasta æfingin var tabataæfing með sex mjög skemmtilegum æfingum, unnið var í 40sek og hvíld í 20sek. Ég svitnaði allavega vel á æfingunni. 

Sunaldis7

Sunaldis4

Á hverri dýnu voru þær búnar að setja upp Goodybag þar sem veglegar gjafir leyndust í pokanum. Afsláttarkort í Nike og af Bose heyrnartólum, Now preworkout, brúsi frá Nike, gjafakort í Betri Stofuna hjá World Class og Joe and the Juice kort. 

Sunaldis1

Ég vil bara þakka stelpunum fyrir frábæra æfingu og ég vona að þetta verði eitthvað sem þær íhuga að gera aftur. Ég skora á fleiri að prófa æfingarnar þeirra.

Ég var í nýjum æfingaskóm á æfingunni í dag, Metcon 4! Vá… ég elska þá. Ég hef ekki átt Metcon skó áður og ákvað að prófa þá og ég sé svo sannarlega ekki eftir því, þeir eru frábærir. Það var ný færsla hér inn á H Magasín varðandi Metcon skónna og ég mæli með að þið lesið hana og kynnið ykkur þessa frábæru æfingaskó! Fyrstu kynni mín við skónna eru allavega mjög góð 🙂 

Sunaldis10

Aldisylfaskor1234

 Takk fyrir að lesa og eigið gott kvöld 🙂 

Endilega fylgist með mér á Instagram 

Aldisylfa111

Aldís Ylfa

NÝLEGT