Svona eykurður joðbirgðir líkamans

Svona eykurður joðbirgðir líkamans

Joð er eitt af nauðsynlegu næringarefnunum. Það stýrir meðal
annars reglu á starfsemi skjaldkirtils, stuðlar að góðum efnaskiptum, vexti og
þroska og kemur í veg fyrir ýmsa króníska sjúkdóma eins og krabbamein. Þar sem
fæstir fullorðnir neyta nægilega mikils af joðríkri fæðu, skortir marga joð.

Joð er að finna um allan líkamann í nánast öllum líffærum og
vefjum. Við þurfum á því að halda til að viðhalda orku og lífi í líkamanum.
Skortur á því getur leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála, en gert er ráð
fyrir að um helmingur allra vesturlandabúa líði joðskort.

Flestir þeir sem líða joðskort geta bætt heilsufarsvanda sinn með því að breyta um mataræði og taka inn bætiefni, sem byggja upp járnbirgðir líkamans.

Skjaldkirtillinn og Potassium Iodine

Eitt útbreyddasta einkenni joðskorts er röskun á starfsemi
skjaldkirtils. Þar sem skjaldkirtilinn reiðir sig á rétt magn af joði, getur of
mikið – eða of lítið af því – valdið mörgum alvarlegum heilsufarsvandamálum.
Skjaldkirtilinn er einn af aðal innkirtlum líkamans og sér um að halda jafnvægi
á hormónum hans. Ójafnvægi í starfsemi skjaldkirtils getur leitt til þreytu,
þyngdaraukningar eða þyngdartaps, hormónaójafnvægis, skapgerðabreytinga og
margs annars.

Líkaminn á auðveldast með upptöku á joðbætiefnum (iodine)
sem innihalda kalíum (potassium). Við treystum á joð til að framleiða þýroxín
(thyroxine eða T4 hormón) og triiodothyronine (T3 hormón). Þetta eru tvö af
helstu hormónum sem skjaldkirtillinn framleiðir og stýra ýmsum mikilvægum
þáttum í líkamsstarfseminni, allt frá efnaskiptum til eflingar ónæmiskerfisins.

Þeir sem velja að taka ekki Potassium Iodine geta tekið inn þaratöflur eins og KELP-töflurnar frá NOW, en þarinn er joðríkur.

Afhverju líða fleiri joðskort?

Minna er af náttúrulegri járnríkri fæðu í mataræði fólks
(t.d. villtur fiskur, grænt grænmeti og þari og annar sjávargróður), aukin
útsetning fyrir ákveðnum efnum sem finnast í unninni fæðu og draga úr upptöku á
járni (sérstaklega efnasamband sem kallast bromine og er að finna t.d. í mörgum
plastumbúðum og bökunarvörum – notað sem hefunarefni í fjöldaframleidd brauð),
og joðskortur í jarðveginum.

Vísindamenn hafa sýnt mikinn áhuga á að rannsaka frekar
bromine og áhrif þess á líkamann. Vitað er að það hindrar upptöku og nýtingu á
joðríkri fæðu að einhverju leiti. Bromine getur líka flæmt joð í burtu og þar
með valdið joðskorti.

Þegar kemur að joðskorti í jarðveginum, benda rannsóknir til þess að jarðvegur víða um heim innihaldi mismunandi mikið magn af joði. Það hefur síðan áhrif á joðmagn í þeirri fæðu sem ræktuð er í jarðveginum.

Áhrif joðskorts

Joðskortur getur valdið óvanalegri stækkun á skjaldkirtlinum.
Stækkunin verður þegar líkaminn reynir að binda eins mikið af joði í blóðinu og
hann mögulega getur. Upptaka og geymsla á joði er líka í vefjum og öðrum
líffærum, meðal annars maga, heila, mænuvökva, húð og í ákveðnum innkirtlum.

Upptaka á joði fer fram í gegnum magann, þaðan fer það út í blóðið sem flytur það til skjaldkirtils, sem notar hið rétta magna af joðinu. Það sem ekki nýtist skilar líkaminn frá sér í gegnum þvag. Heilbrigður einstaklingur er yfirleitt með um 15-20 milligrömm af joði í líkamanum í einu, en 70-80% af því er geymt í skjaldkirtlinum.

Joðríkar fæðutegundir

Hægt er að auka neyslu á joðríkri fæðu, einkum þeirri sem inniheldur
joð frá náttúrunnar hendi– en er ekki joðbætt. Ein besta leiðin er að bæta þara
(söl, þari, nori, kombu og wakame) við mataræðið, vegna þess að hann inniheldur
hátt magn af joði, auk annarra steinefna og andoxunarefna.

Joð er líka að finna í ýmsu sjávarfangi, ógerilsneiddum mjólkurafurðum, ákveðnum
korntegundum og eggjum frá hænum sem ganga lausar. Eitthvað er líka að finna af
joði í ávöxtum og grænmeti. Magn joðs í matvörunni ræðst af gæðum jarðvegsins
sem hún er ræktuð í, áburðarnotkun og ýmsum öðrum þáttum.

Í hágæða kjöt- og mjólkurafurðum úr skepnum sem hafa verið á grasbeit og góðu fóðri, ræðst joðmagnið af gæðum jarðvegsins, hvort skepnurnar voru í lausagöngu og hvar þær voru á beit.

Ávinningur af joðríkri fæðu og bætiefnum

 • Joð stuðlar að heilbrigðum skjaldkirtli, sem
  þarf að hafa nægilega mikið af joði til að geta framleitt hormónin.
 • Joð styrkir ónæmiskerfið og stuðlar að því að
  framkalla sjálfdeyðingu frumna (apoptosis), þ.e. sjálfseyðingu hættulegra og
  krabbameinsvaldandi frumna.
 • Joð stuðlar að heilbrigðri þróun heilans og
  áframhaldandi skilvitlegum þroska. Joðskortur er jafnvel talinn vera orsök
  geðrænna vandamála.
 • Joð stjórnar svita og líkamshita. Sviti er mikilvæg afeitrunaraðferð sem líkaminn notar til að losa sig við eiturefni og jafnvel umfram hitaeiningar.

Hvort sem valið er að borða joðríka fæðu eða taka inn Potassium
Iodine eða Kelp þaratöflur frá NOW, er mikilvægt að gæta að joðbirgðum
líkamans.

Heimildir: www.draxe.com – www.healthline.com
– www.thyroid.org
– www.zrtlab.com

Höfundur: Guðrún Bergmann

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT