Sykurlaus áskorun: Slepptu sykri í 14 daga

Sykurlaus áskorun: Slepptu sykri í 14 daga

Sjálf breytti hún mataræði sínu fyrir 7 árum en þá glímdi hún m.a. við Iðruólgu (IBS meltingarvandamál), síþreytu, liðverki, latan skjaldkirtil og svefntruflanir. Í kjölfar lífstílssbreytinga hefur hún náð bata á fyrrnefnum kvillum og segist aldrei hafa liðið eins vel eins og henni gerir í dag.

„Að taka út sykurinn getur spilað mikilvægt hlutverk í betri líðan og heilsu. Það er eitt það fyrsta sem ég ráðlegg fólki að gera. Sýna margar rannsóknir jafnframt að hollt mataræði geti ekki verið hollt fyrr en það er án eða með takmarkað af sykri.“ segir Júlía. 

Núna í janúar heldur hún hina árlegu Sykurlausu áskorun og stendur hún yfir í tvær vikur. Vinsældir hennar hafa farið vaxandi með árunum og í fyrra voru yfir 25.000 manns skráðir! Skráning er nú hafin á heimasíðunni www.lifdutilfulls.is og er öllum frítt að vera með þessa 14 daga en þá gefur Júlía uppskriftir, innkaupalista og hollráð fyrir sykurlausan lífstíl. Uppskriftirnar eru allar sykurlausar og vegan, og ekki er verra að þær slá á sykurpúkann. Hugmyndin er að sleppa hvítum unnum sykri og að þáttakendur taki áskorunina á sínum forsendum. 

Það kemur mörgum á óvart hversu auðvelt er að sleppa sykri þegar uppi er staðið. Ávinningar þess að taka út sykur eru m.a aukin orka, bætt einbeiting sem og léttari líkami og líðan. Það er einfaldlega öllum hollt að sleppa sykri! 

Við fengum Júlíu til að deila ráðum til þess að hefja heilbrigðari lífsstíl. 

Ráð til að taka út sykur

Ef líkaminn er vel nærður sér hann um hreinsun og jafnvægi, í kjölfarið snarminnkar sykurlöngunin. Það er svo einfalt. Ef líkaminn er vel nærður er hann ólíklegri til að kalla á skyndiorku eins og sykur. Í sykurlausu áskoruninni legg ég mikla áherslu á að bæta í mataræðið þeim fæðutegundum sem draga úr sykurlöngun. Hér eru nokkur einföld ráð sem getað komið þér af stað í sykurleysinu.

Drekktu meira af vatni

Vatn er lykilatriði í að flytja næringarefni milli frumna, flytja úrgang og styðja við almenna virkni líkamans. Fáðu þér glas af vatni þegar sykurlöngun gerir vart við sig og athugaðu hvort löngunin minnkar ekki.

Bættu við hollri fitu

Skortur á hollri fitu getur oft leitt til þess að við sækjum í sykur. Bættu hollri fitu frá t.d avócadó, kókosolíu eða hörfræolíu í mataræðið.

Notaðu náttúrúlega sætu

Við þurfum öll eitthvað smá sætt til að gefa lífinu lit. Það getur verið gott að greina hvenær þú sækir í sykur og hvað þú sækir í. Þannig getur þú komið með góðan staðgengil með náttúrulegri sætu. Prófaðu að nota döðlur, kakó, kanil, steviu, rúsínur eða banana til að seðja sykurlöngun.

Fáðu stuðning

Við erum mun líklegri til að ná árangri með stuðning fjölskyldunnar eða fólksins í kringum okkur. Fáðu stuðning frá fjölskyldunni að breyta um lífsstíl og sleppa sykri eða sæktu þér stuðninginn eins og t.d með sykurlausu áskoruninni.

Farðu fyrr í háttinn

Svefnleysi hefur áhrif á sedduhormónið leptín sem leiðir til þess að við borðum meira og sækjum frekar í sykur eða óhollustu. Farðu fyrr í háttin og minnkaðu nart þörfina.

Hnetur í millimál

Hnetur og fræ eru frábært millimál þar sem þau gefa okkur gott prótein og fita sem jafnar blóðsykurinn og veitir langvarandi orku.

Settu hugann á ávinninginn framundan

Orkan og vellíðanin sem fylgir því að borða næringarríkan mat frekar en skyndiorku, er síðan yfirleitt nóg til að hvetja fólk í að halda sykurleysinu áfram.

Gangi þér vel í að sleppa sykri og vonast að sjá þig með í sykurlausu áskorun, enda ókeypis að vera með. Skráning er hafin frá slóðunni lifdutilfulls.is – hér deili ég  svo nokkrum góðum uppskriftum úr áskoruninni, sem smá sýnishorn af því sem koma skal.

Julia

Heilsa og hamingja,

Júlía

www.lifdutilfulls.is

Snapchat: lifdutilfulls

NÝLEGT