ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Sykurlaus kaffi frappuccino

Sykurlaus kaffi frappuccino

Hefur þú oft þurft að neita þér um einn bragðgóðan frappó á Te og kaffi eða Starbucks, einfaldlega þar sem slíkir drykkir eru allra jafna sneisafullir af sykri, sírópi og annarri bragðbætandi óhollustu sem fær blóðsykurinn til þess að skjótast upp í hæstu hæðir?

Hvernig væri þá bara að henda í einn heimagerðan frappó drykk sem skiptir út óhollustunni fyrir bragðbætandi sætuefni og meinholl næringarefni úr möndlum. Drykkurinn hér að neðan kemur beint úr uppskriftabók Ásdísar Grasa og birtist í heilsudrykkjabæklingi Ásdísar og Now.

Innihald:

  • 1 bolli ísmolar
  • 1 bolli möndlumjólk sykurlaus frá Isola
  • 1 msk instant kaffi eða 1 espresso skot
  • 2-3 dropar English Toffee Stevia frá Now
  • 1 tsk kanill frá Himneskri Hollustu
  • 1 tsk kakóduft frá Himneskri Hollustu
  • 1 msk möndlusmjör frá Monki

Öllu skellt í blandarann og hrært saman.

ATH: Hægt að nota koffínlaust kaffi fyrir þá sem kjósa að sleppa koffíni.