Sykurlausar bollur

Sykurlausar bollur

Sykurlausar bollur eru sannarlega hollari bolllur. Því langar okkur að deila með ykkur uppskrift að sykurlausum bollum fyrir bolludaginn.

Uppskrift – sykurlausar bollur: 

4dl vatn

160g smjör

250g hveiti eða fínt spelt

6 egg

1/4 tsk salt

Aðferð – sykurlausar bollur:

Hitið ofninn í 205°C með blæstri. Setjið vatn í rúmgóðan pott og hitið að suðu. Bætið smjöri út í og hrærið saman með sleif, látið sjóða örlitla stund. Blandið hveiti og salti saman við og hrærið rösklega þar til deigið myndar kúlu. Takið pottinn af hellunni og kælið aðeins.

Hrærið eggjunum saman við í pottinum, eitt í einu eða setjið deigið í hrærivélaskál og hrærið eggin saman við.

Deigið gæti litið út fyrir að vera að skilja sig en hafið góða trú og haldið áfram að hræra þar til deigið er samlagað.

Áferðin á að vera þannig að hægt sé að setja það á plötu með skeið en einnig er hægt að setja það í sprautupoka og sprauta á plötu klædda bökunarpappír. Setjið ca. 1 msk eða rúmlega af deigi með góðu bili á milli.

Bakið í 10 mín á 205°C og lækkið þá hitann í 190°C og bakið áfram í 15 – 20 mín. Í heildina 25 – 30 mínútur.

Mikilvægast af öllu er að opna aldrei ofninn á meðan bollurnar bakast því þá falla þær.

Þessar sykurlausu bollur eru himneskar með Good Good jarðarberjasultu og súkkulaði smyrjunni, ásamt Soyatoo sprauturjóma. 

Allt sykurlaust og dásamlegt!

Uppskrift fyrir sykurlausar bollur er birt í samstarfi við vefsíðuna  Gulur , rauður, grænn og salt

Fleiri heilsusamlegar uppskriftir:

Skoðaðu fjölmargar heilsusamlegar uppskriftir hér inn á H Magasín.

NÝLEGT