Höfundur: Ragga Nagli
Eru ekki allir með útblásna vömb og bjúgaða putta og ólmir að snæða eitthvað heilsusamlegt, sykurlaust en jafnframt gómsætt og girnilegt eftir páskahelgarsukkið?
Innihald:
250g Jarðarber
150g Bláber
150g Hindber
2x Bananar
1 dl Möndluflögur
Haframjölsmulningur:
2 dl Haframjöl
2 dl Spelt
1 dl Good Good Ísland Sweet like sugar
1/2 dl Kókosmjöl
Handfylli af jarðhnetum


Aðferð:
Skera jarðarber í tvennt og banana í sneiðar
Dömpa öllum ávöxtunum í eldfast mót og sáldra möndluflögum yfir.
Skella haframjöli, spelti, erythritol og kókosmjöl í skál ásamt smjeri og eplamússunni.
Nudda saman þar til þétt og stinnt viðkomu… engar dónahugsanir hér.
Dreifa jafnt yfir berjablönduna og þjappa vel niður.
Sáldra hnetum yfir haframulninginn
Baka á 180°C í 25-30 mínútur.
Dásamlegt borið fram með þeytitopp og/eða vanilluís
Fyrir mjólkuróþolsmeli eða grænkera er unaður að þeyta hafrarjóma sætaðan með
NOW Foods Iceland stevíu dropum
Ef svo ólíklega vill til að gúmmulaðið hverfi ekki allt ofan í túlann þá eru afgangarnir algjör unaður yfir morgungrautinn.
Allt hráefnið fæst í Nettó
Njótið vel
Ragga