Search
Close this search box.
Sykurlaust Múslí

Sykurlaust Múslí

Hér deilir Íris Blöndal með okkur uppskrift að sykurlausu múslí en þess má til gamans geta að nú er gengin í garð hin alþjóðlega „Sugar awareness week“ þar sem við erum hvött til þess að huga að sykurmagninu í fæðunni okkar. Það má því njóta þess að borða þetta múslí, vitandi að hér er enginn sykur á ferð, einungis hollar trefjar og önnur mikilvæg næringarefni.

Innihald

  • 2 dl haframjöl frá Himneskri Hollustu
  • 1 dl sólblómafræ frá Himneskri Hollustu
  • 1 dl graskersfræ frá Himneskri Hollustu
  • 1 dl pekanhnetur frá Horizon
  • 1 dl kashjúhnetur frá Himneskri Hollustu
  • 1 msk Kanill frá Himneskri Hollustu
  • 1 tsk Vanilludropar 
  • 2 dl Kókosflögur frá Himneskri Hollustu
  • 2 Banana

Aðferð

Byrjaðu á því að stappa banana og skera pekanhnetur og kashjúhnetur í grófa bita. 

Taktu því næst og blandaðu öllu saman, til dæmis í matvinnsluvél. Dreifðu því næst á bökunarplötu.

Sett því næst bökunarplötuna inn í ofn á 200 gráður í 25-30 mín. Gott er að fylgjast með og hræra í því 1-2svar á meðan það er í ofninum.

Höfundur: Íris Blöndal

NÝLEGT