Search
Close this search box.
Sykurlausu sulturnar við öll tilefni

Sykurlausu sulturnar við öll tilefni

Ég bý til mitt eigið heimagerða granóla, set yfirleitt alltaf eitthvað mismunandi þegar ég bý það til en yfirleitt er alltaf sama undirstaðan. Í þetta skiptið átti ég flest allt til frá Himneskri hollustu og setti nánast öll hráefni í það sem gerði sykurlausu skálina mína enn betri. Granóla finnst mér vera nauðsyn með sultunni á jógúrtið. 


Það sem þarf í Granólað 

2dl Gluteinlaust haframjöl
1 dl Kókos grófur
1 dl Kínóa pops (má sleppa)
1 dl Graskersfræ
1 dl Sólblómafræ
2 msk Bráðin kókosolía blandað saman við 1 msk af strásætu frá Via Health (frá sama merki og Goodgoodbrand)
6 dropar af Vanillu Steviu 
1 bolli Glúteinlaust Kornflex frá Himneskri hollustu
1 msk Goodgood sykurlausa Syropið vinsæla
2 dl Val um hnetur, mitt val voru möndlur, salthnetur og pekanhnetur
Klípa salt

Öllu hráefninu blandað saman í skál, bráðin olía blandað við ásamt sýrópinu. Blöndunni dreift á ofnplötu og inn í ofn á 180 í um 15-20 mín. Hræra af og til í blöndunni svo hún brenni ekki við. 

Jógúrt blandan – epli/pera smátt skorin – Granólað – toppað með bláberjasultunni 
NAMM þetta klikkar ekki! 

Unnamed-5_1530019997579Fullkominn morgunmatur sem smakkast eins og besti eftirréttur, sykur og glúteinlaus. 

Good good brand er Íslenskt fyrirtæki, sulturnar eru sykurlausar með náttúrulegt sætuefni úr Steviu plöntunni og eru sulturnar lágar í hitaeiningarfjölda. Sultunar frá þeim eru þrjár, Bláberja sem ég nota aðalega hjá mér, Jarðaberja og Apríkósu sem er einnig mjög góð. 
Bláberjasultan er alltaf til á mínu heimili ef ekki ein þá tvær! 

Njótið vel 
Karitas Óskars 

NÝLEGT