Search
Close this search box.
Takkaskór eru ekki bara takkaskór

Takkaskór eru ekki bara takkaskór

Hvernig geta takkaskór ekki verið bara takkaskór? Nike hefur framleitt fótboltaskó frá árinu 1971 en þá kynntu þeir til leiks fyrsta fótboltaskóinn. Frá þeim tíma hafa verið stöðugar þróanir og breytingar á fótboltaskóm. Í dag er Nike með fjóra flokka af skóm sem hver og einn er hannaður með ákveðna eiginleika í huga. Þessir flokkar eru Mercurial, Hypervenom, Magista og Tiempo. Í hverjum og einum flokki er svo að finna fjöldann allan af undirgerðum sem geta breyst eftir sólanum, tökkunum, yfirbyggingu og verði.

Nike framleiðir fótboltaskó með mismunandi sólum sem henta mismunandi undirlagi og notkun hverju sinni. 

Nike framleiðir fótboltaskó með mismunandi sólum sem henta mismunandi undirlagi og notkun hverju sinni. Aðal gerðirnar frá Nike eru takkaskór fyrir blautt og mjúkt gras (SG eða Soft ground), skór fyrir þurrt náttúrulegt gras (FG eða Firm ground) og svo skór fyrir gervigras (AG eða Artificial grass).

Það er mjög mikilvægt að velja rétta skó fyrir hvert undirlag fyrir sig. Gervigrasskór eru sérhannaðir fyrir gervigras og eru takkarnir örlítið styttri og öðruvísi í laginu en á grasskóm. Með því að nota rétta skó á gervigrasi er hægt að koma í veg fyrir meiðsli þar sem takkarnir festast ekki í þurru og stömu gervigrasinu. Einnig er minni hætta á því að skórnir eyðileggist þar sem skórnir eru sérstaklega styrktir. 

Ef grasskór eru notaðir á gervigrasi er aukin hætta á meiðslum 

Ef grasskór eru notaðir á gervigrasi er aukin hætta á meiðslum þar sem takkarnir eru lengri og oft á tíðum beittari og geta því festst í gervigrasinu. Gervigras er ekki náttúrulegt efni og því gefur það mjög lítið eftir þegar mikill þungi þrýstir niður á það, þá er það annað hvort skórinn eða fóturinn á leikmanninum sem gefur eftir og þá er voðinn vís og meiðsli oft afleiðingin.

SG (Soft ground)

Fótboltaskór sem henta best fyrir blauta grasvelli sem eru lausir í sér og þar sem leikmaðurinn þarf hámarksgrip. Takkarnir eru yfirleitt blanda af venjulegum plast tökkum og stáltökkum sem eru skrúfaðir í sólann. Takkarnir eru lengri á SG skóm og fara því dýpra niður í völlinn og ná betra gripi. Hafa ber í huga að fótboltaskór með stáltökkum eru ekki leyfðir í flokkum yngri en 2. flokkur á Íslandi.

FG (Firm ground) 

Fótboltaskór sem henta best fyrir þurra grasvelli með náttúrulegu grasi. Takkarnir eru styttri en á SG skóm og fara því ekki eins djúpt í þurru grasi. Ekki hentugir á gervigrasi.

AG (Artificial ground) 

Fótboltaskór sem henta best fyrir gervigras. Takkarnir eru örlítið styttri en á venjulegum gras takkaskóm og eins eru þeir aðeins öðruvísi í laginu sem gerir það að verkum að það er minni hætta á því að þeir festist í vellinum. Sólinn á gervigrasskónum nær einnig aðeins hærra upp á yfirbyggingu skósins sem eykur endingu og gerir hann slitsterkari á hörðu gervigrasi.  

NÝLEGT