Search
Close this search box.
Það er aldrei of seint að byrja að hlaupa

Það er aldrei of seint að byrja að hlaupa

Sérfræðingar og hlaupagikkirnir í vinahópnum elska að minnast á að það er aldrei of seint að byrja að hlaupa og nú styðja nýjustu rannsóknir við þessar staðhæfingar.

Rannsókn gefin út af ,,Frontiers in Physiology” sýndi að þeir hlauparar sem hófu sinn feril eftir fimmtugsaldurinn voru alveg jafn snöggir og vel uppbyggðir (e. lean) og þeir sem höfðu verið hlauparar lengur.

Rannsóknin fylgdist með 150 eldri langhlaupurum þar sem meðalaldurinn var 68 ára. Hópnum var skipt upp í einingar eftir því hvort þeir hefðu stundað langhlaup fyrir fimmtugt eða byrjað eftir að fimmtugsaldri var náð. Þessir hópar voru bornir saman en einnig var hafður samanburðarhópur af 59 einstaklingum sem höfðu meðalaldurinn 73 ára og stunduðu litla sem enga hreyfingu.

Hvort sem einstaklingar byrjuðu að hlaupa um tvítugt eða eftir fimmtugt skipti ekki máli, vöðvamassinn í fótunum og fituprósentan sýndi ekki marktækan mismun á hópunum. Auk þess var þol þeirra sem byrjuðu seinna ekki síðra en þeirra sem höfðu æft lengur sem bendir til þess að þú getur enn þá byrjað að æfa að krafti og stungið af hlauparana úr grunnskóla. Meðlimirnir í hópnum voru mest megnis karlmenn og þeir stunduðu íþróttina af krafti, fimm til sex daga vikunnar. 

Auk þess má horfa til Roy Englert sem byrjaði hlaupaferil sinn á sextugsaldri en sló síðastliðið sumar heimsmet í fimm kílómetra hlaupi í hans aldursflokki, þá 96 ára að aldri. Hann kláraði hlaupið á einungis 42:30:23 sem var átta mínútum betra en fyrra heimsmet og hans árangur er ekki einsdæmi í hópi hlaupara sem fóru ,,seint” af stað.

Aftur á móti er þetta ekkert heillaráð að fresta hreyfingu fram yfir fimmtugsaldurinn. Rannsóknin sýndi fram á að lítil hreyfing leiðir til minnkunar í vöðvamassa á fótunum um 8-10% á hverjum áratugi eftir þrítugt. 

Þessi grein byggir á áður birtu efni af vef Mens-health.

NÝLEGT