Þessi bætiefni tekur Ragga Nagli daglega

Þessi bætiefni tekur Ragga Nagli daglega

Ragn­hild­ur Þórðardótt­ir eða Ragga Nagli, starfar sem sál­fræðing­ur í Kaup­manna­höfn en kem­ur reglu­lega til Íslands og held­ur vin­sæla fyr­ir­lestra og nám­skeið um streitu, breyt­inga­skeið og heil­brigt sam­band við mat. Sjálf æfir hún lyft­ing­ar, Cross­Fit og sprett­hlaup af krafti og not­ar víta­mín og bæti­efni til ná sem best­um ár­angri. 

Bæti­efn­in fimm sem ég tek allt árið um kring eru:

EVE fjölvíta­mín frá NOW sem er sér­stak­lega blandað fyr­ir kon­ur óháð aldri og pass­ar fyr­ir kon­ur hvort sem þær æfa eða ekki. EVE inni­held­ur kvöld­vorrósarol­íu, járn, CoQ10 og grænt te til að kýla upp ork­una.

D3 víta­mín 4000-6000 ae á dag yfir grá­myglaðan vetr­ar­tím­ann þar sem sú gula mæt­ir á svæðið í aðeins ör­fáa klukku­tíma. D-víta­mín er nauðsyn­legt fyr­ir ónæmis­kerfið og styrk og heilsu beina og augna.

Skort­ur á D-dúll­unni get­ur komið fram sem kvíði og dep­urð, og í ýms­um verkj­um og kvill­um, sem fólk átt­ar sig ekki á að um D-víta­mínskort er að ræða.

Omega-3 fiski­ol­ía  Fiski­ol­ía eða Omega – 3, er lífs­nauðsyn­leg fjöló­mettuð fitu­sýra sem lík­am­inn get­ur ekki búið til sjálf­ur og þarf að fá þess­ar dúll­ur úr fæðu eða bæti­efn­um.

Fiski­ol­ía lækk­ar LDL kó­lester­ólið (þetta Leiðin­lega), eyk­ur blóðflæði, styrk­ir æðavegg­ina, lækka blóðfitu, betri blóðstorkn­un, lækka blóðþrýst­ing og minni bólgu­mynd­un í lík­am­an­um sem er afar já­kvætt fyr­ir okk­ur sem refs­um járn­inu, því það minnk­ar lík­ur á vöðva­skemmd­um. Fiski­ol­ía löðrar liðina í smurn­ingi og ný­mynd­un á mýel­íns­líðri utan um frum­ur. Það hef­ur ekki já­kvæð áhrif á hjartað og vöðvavöxt, sem og gráa og hvíta gumsið í hauskúp­unni því það stuðlar að vexti á nýj­um heila­frum­um.

Magnesí­um fyr­ir svefn­inn finnst mér dýpka svefn­inn, og auka end­ur­heimt og viðgerð í vöðvum. Sér­stak­lega á tíma­bil­um þegar ég er að æfa mjög stíft og oft.

Ég nota Magnesí­um og Calcium frá NOW til að fá líka kalk sem er svo mik­il­vægt fyr­ir okk­ur kvens­urn­ar sér­stak­lega á breyt­inga­skeiði til að koma í veg fyr­ir beinþynn­ingu. Þótt ótrú­legt megi virðast sé skort­ur á magnesí­um nokkuð al­geng­ur meðal Vest­ur­landa­búa. Hann lýs­ir sér að blóðþrýst­ing­ur hækk­ar og glúkósaþol lækk­ar sem er þol okk­ar fyr­ir kol­vetn­um.

Kreatín er eitt mest rann­sakaðasta bæti­efnið á markaðnum. Rann­sókn­ir sýna með óyggj­andi hætti að inn­taka kreatíns bæt­ir vöðvamassa og styrk með að auka magn skjótr­ar orku í vöðvun­um sem þýðir fleiri end­ur­tekn­ing­ar með ákveðinni þyngd. Það leiðir til að við verðum stærri og sterk­ari með tím­an­um.

Kreatín er sér­stak­lega mik­il­vægt fyr­ir kon­ur því þær hafa lægra hlut­fall í lík­am­an­um og þurfa að hafa meira fyr­ir að byggja og viðhalda vöðvamassa. Fimm grömm af kreatíni fyr­ir æf­ingu hjálp­ar að halda vöðvun­um mettuðum af kreatíni.

Skoðaðu NOW bætiefnin hér

NÝLEGT