Þjálfun yngri flokka í fótbolta

Þjálfun yngri flokka í fótbolta

Aldisthjalfun_3

Aldisthjalfun_2

Ég hef alltaf sagt við mína iðkendur að þegar maður fer á mót er maður að æfa sig í því að vera betri í því sem maður hefur verið að gera á æfingum yfir veturinn. Margir halda að markmiðið með því að fara á mót sé að koma heim með bikar, vinna sem flesta leiki og skora sem flest mörk. En ég er ekki sammála því vegna þess að mér finnst fótbolti á þessum aldri eiga að snúast um gleðina af því að spila, vera með sínum vinum og taka þátt í einhverju skemmtilegu eins og Símamótinu.

20424618_10155446163057978_408275692_oNúna er Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta að ljúka þátttöku á EM í Hollandi. Þær hafa svo sannarlega sýnt íslensku þjóðinni að það er allt hægt, líkt og karla landsliðið gerði í fyrra. Ég sagði við mínar stelpur fyrir þeirra stórmót að við ættum að sýna fólki að við höfum gaman að því sem við erum að gera og að við getum gert þetta saman sem sterk liðsheild, eins og landsliðin okkar hafa gert á sínum stórmótum. Þær voru klárar í það en síðan bættum við markmiðasetninguna. Markmiðið okkar var að vera töffarar, sem þýddi fyrir okkar að láta ekkert hafa áhrif á okkar gleði. Við ætluðum alltaf að hafa gaman og þannig sigra alla leiki. 

Aldisthjalfun_4

Ég á mikið í þessum stelpum og mun alltaf eiga. Þær uppskera alltaf eftir hvert mót, hvort sem það er í formi bikars eða að enda í 5. sæti. Þær eru sigurvegarar og þær vita það sjálfar, líkt og kvennalandsliðið okkar. Þær líta upp til stelpnanna þar og vilja vera sömu töffarar og þær. Hversu frábært er að hafa fyrirmyndir sem sýna það bæði innan vallar sem utan að þær eru algjörir töffarar? GEGGJAÐ! 

Áfram Ísland #dóttir

Íslenskakvennalandslidid_aldis

Aldís Ylfa

NÝLEGT