Search
Close this search box.
Þórólfur Ingi: Nike Odyssey React

Þórólfur Ingi: Nike Odyssey React

Það eru nokkrir hlutir sem komu mér skemmtilega á óvart:

 

  • Mjúkur miðsóli, eftir að hafa breytt um hlaupastíl fyrir tveimur árum og hætt að lenda á hælnum, lendi ég núna með miðjan fót á jörðinni.  Það er því mikilvægt fyrir mig að nota skó með mjúkum miðsóla. Ég prófaði engu að síður að hlaupa þannig að ég lenti á hælunum og skórinn er líka mjög mjúkur í hælinn.  Þannig að skórinn hentar meirihluta hlaupara, sem lenda á hælunum og líka þeim sem lenda framar á fætinum.

  • Mjúkur en samt með gott viðbragð (responsive), þrátt fyrir alla mýktina þá er merkilega gott viðbragð í skónum sem þýðir að það er vel hægt að nota hann á tempó æfingum.

  • Endurbættur sóli frá fyrri útgáfu, gripið er gott og endingin er löng.

Ég er búinn að hlaupa yfir 600km á skónum og hann á nóg eftir hvað mýkt og endingu skólasóla varðar.

Ég nota Nike Odyssey React í löngu rólegu hlaupin og upphitun fyrir æfingar.  Skórinn er til í nokkrum litum, hlauparar og þeir sem vilja eiga þægilega hversdagsskó ættu að geta fundið lit við hæfi.

Höfundur: Þórólfur Ingi Þórsson

Íslandsmeistari í 10.000m hlaupi og margfaldur Íslandsmethafi í 40-44 ára aldursflokki.

 

NÝLEGT