Þráhyggja fyrir nýju merki: Houdini Sportswear

Þráhyggja fyrir nýju merki: Houdini Sportswear

Þráhyggja mín fyrir Houdini Sportswear.

Ég er sjálfstætt starfandi fjölmiðlakona og illa haldin af útivistarbakteríu. Fjallgöngur og ævintýraleiðangrar verða sífellt stærri hluti af lífi mínu og ég reyni að komast í einhverskonar hreyfingu fyrir utan borgarmörkin í hverri einustu viku. Ég stunda líka kraftlyftingar og stefni á að verða atvinnukona í greininni eftir sjötugt.

Framundan hjá mér eru spennandi ferðalög svo sem gönguleiðangur í grunnbúðir Annapurna í Himalayafjöllum, yoga í nepölsku fjallaþorpi, ganga og kajakróður um norskar smáeyjar og sveitaferðir á Strandir. Stundum deili ég myndum úr ferðalögum mínum á Instagram.

Útivistarfólk kannast eflaust við nautnina að skoða tæknileg föt og græjur á netinu. Að gleyma sér í vefverslunum sem selja svefnpoka, göngutjöld eða kajaka. Að skoða myndir af fjallskíðum eða nýjustu primaloftjökkunum. Undanfarin ár hefur sú árátta mín ágerst og ófá kvöldin hafa flogið þar sem ég sit niðursokkin í lestur um allskonar útivistardót.

Ég elska að útivistarmerkin séu farin að framleiða myndbönd um vörurnar sínar. Einföld útskýringamyndbönd um helstu eiginleika flíkanna og fyrir hvaða aðstæður þær eru þróaðar. Það er eitthvað djöfullega ávanabindandi við þessi myndbönd þó ég ætli mér aldrei að kaupa allt þetta dót.

Útivistarmerkið Houdini Sportswear

Í vor kynntist ég svo útivistarmerki sem ég varð algjörlega heltekin af. Tilviljun réði því að ég fékk að prófa tæknilegar göngubuxur frá Houdini. Ég hafði leitað um allt að teygjanlegum buxum sem héldu vatni og vindi en fann engar sem voru vel sniðnar. Það var eins og að í mergðinni af primaloft-úlpum, skeljum og tæknilegum peysum hefði gleymst að hanna velsniðnar buxur á konur. Houdini göngubuxurnar eru búnar að fylgja mér í meira en 20 leiðangra á fjöll í sumar og sannfæra mig sífellt betur um margnotagildi sitt. Þær halda á mér hita, verja fyrir vatni og vindi og þorna á örskotsstundu.

Í kjölfarið prófaði ég fleiri flíkur frá Houdini. Tveggja og hálfslaga skel sem er einhver þægilegasta flík sem ég hef eignast. BFF-jakkinn frá Houdini er ekki “bestseller” að ástæðulausu. Vatnsþéttni hans er meiri en í dýrustu skeljum á markaðnum og öndunareiginleikarnir ótrúlegir. Samt er eins og hann sé spunninn úr kóngulóarvef.

Ég tók líka ástfóstri við grunnlagsföt Houdini úr blöndu af merinoull og silki. Mér hefur alltaf fundist óþægilegt að vera í ull næst mér en nú get ég í fyrsta sinn verið í síðum ullarnærfötum og liðið vel.

Ströng umhverfisstefna og virðing fyrir umhverfinu hjá Houdini Sportswear

Þá fór ég að lesa mig til um merkið og komst fljótt að því að Houdini sker sig úr flóru útvistarmerkja fyrir að framfylgja afar strangri umhverfisstefnu. Af þeim efnum sem notuð eru í fatnað Houdini eru 91% ýmist endurunnin, endurvinnanleg eða niðurbrjótanleg í náttúrunni. Þetta gerir það að verkum að Houdini verslar ekki við marga af stærstu efnaframleiðendum heims, því þeir standast ekki umhverfiskröfur fyrirtækisins. Ég horfði á öll myndböndin á heimasíðu Houdini og gat ekki hætt!

Houdini er sænskt vörumerki þó það sé selt um allan heim. Fötin byggja á hugmyndum starfsfólksins og Houdini-vina sem stunda útivist í veðráttu sem svipar til íslenskra aðstæðna, svo sem á norðurslóðum Skandinavíu. Vörurnar eru þróaðar til að halda á þér jöfnu hitastigi í breytilegu veðri, eins og við þekkjum svo vel á Íslandi.

Þess vegna eru fötin úr umhverfisvænum og endurvinnanlegum efnum sem að lokum munu brotna niður í náttúrunni.

Það er stefna fyrirtækisins að framleiðsla á vörum fyrir útivist og náttúruupplifanir verði að byggja á virðingu fyrir umhverfinu. Þess vegna eru fötin úr umhverfisvænum og endurvinnanlegum efnum sem að lokum munu brotna niður í náttúrunni. Flíkurnar eru auk þess að langmestu leyti framleiddar í Evrópu, sem er stærsta markaðssvæði fyrirtækisins, til að draga úr vistspori varanna. Houdini fylgist náið með því að fólkið sem saumar fötin og framleiðir efnin fái mannsæmandi laun fyrir vinnuna sína.

Houdini-flíkurnar virðast kannski látlausar við fyrstu sýn en þær eru hannaðar til að standast tímans tönn og fylgja þér í langan tíma. Margnotagildi er einmitt forsenda fyrir framleiðslu hverrar einustu flíkur. Þær eru úr sterkum efnum og henta jafn vel í hversdeginum og í útivist. Mig grunaði ekki að ég gæti heillast jafnmikið af vörumerki en því meira sem ég kynnist Houdini, því betur líkar mér við það.

Houdini fæst í H Verslun

NÝLEGT